Þingmenn opnið augun og finnið kjarkinn Jón Hjaltason skrifar 5. júní 2024 12:31 Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. Því blasir við enn einn ráðherrafundurinn þar sem hver stappar stálinu í annan og lofar auknum stuðningi við að drepa Rússa. Og svo hvíslar þar hver í annars eyru óhróðri um Pútin, að hann fari um Evrópu myrðandi mann og annan, sé svikahundur, gott ef ekki veikur á geði, sem sagt maður sem alls ekki er semjandi við. Og til að toppa vitleysuna þá eigum við að trúa því að hann hyggist leggja undir sig sífellt fleiri lönd í Evrópu. Úkraína sé aðeins byrjunin. Ég segi ykkur það satt að þessi fundur í Sviss verður ekkert annað en stríðsráðstefna. Íslenskir þingmenn, ég heiti á ykkur, opnið augun. Þótt við séum með stríðsmann á stóli utanríkisráðherra verðið þið engu að síður að setja hag barna okkar og barnabarna ofar stuðningi við helstefnu ráðherrans. Ofar stuðningi við ríkisstjórn sem dansar eftir nótum ráðamanna í Evrópu sem þrjóskast í stórhættulegri villu sinni um að stríðið verði að vinnast á vígvellinum. Það sem blasir við öllum viti bornum mönnum er samningaborð. Þingmenn góðir, takið á ykkur rögg. Látið af stríðsáróðrinum. Stefnið ekki framtíð barna okkar í voða með skaðræðistali um sigur á vígvelli. Efnum til raunverulegrar friðarráðstefnu og bjóðum Rússum. Látum (fyrstu) fjóra milljarðana renna til slíkrar ráðstefnu. Þannig verður þeim best varið. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar