Láttu ekki plata þig! Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júní 2024 12:00 Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Verslun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun