Bókahilla er ekki bókasafn Unnar Geir Unnarsson skrifar 5. júní 2024 11:01 Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar