Bókahilla er ekki bókasafn Unnar Geir Unnarsson skrifar 5. júní 2024 11:01 Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar