Menntunarkrafa til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum Guðmundur Björnsson skrifar 3. júní 2024 11:31 Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 frá menningar- og viðskiptaráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er fjallað um menntunarkröfur til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum í lið E.3. Stutt lýsing á lið E.3: Unnið verði að úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna sem starfa innan þjóðgarða á Íslandi. Í framhaldi af því verði útbúnar skýrar lágmarkskröfur um menntun og hæfni, sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til að starfa við leiðsögn innan þjóðgarðs. Hér eru gerðar alvarlegar athugsemdir við þennan lið sem fjallar um menntunarkröfu til leiðsögumanna. Þar er ekki ráð fyrir að skoða eigi hæfni og menntun ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins er minnst á þá aðila sem eiga að vera með svokölluð "hard-skills", þ.e. þeir sem sinna leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, í íshellum og við köfun. Þar ekki gert ráð fyrir neinum hæfniskröfum til ferðaleiðsögumanna sem sinna þó mun stærri hóp ferðamanna. Sérstakelga er þetta alvarlegt þegar litið er til þeirrar holskeflu erlendra „ferðaleiðsögumanna“ sem ferðast með hópa um landið án tilskilinna leyfa frá Ferðamálastofu skv. lögum, þ.e. annað hvort ferðaskrifstofuleyfi eða leyfi ferðasala dagsferða. Hvað þá að einhver athugi hvort þeir þekki eitthvað til lands og þjóðar eða þessa samfélags sem þeir eru að ferðast um, þ.e. siði þess, venjur, lög og reglur. Hér er allt leyft. Þessu er t.d. ólíkt farið ef þú ætlar að leggja fyrir þig leigubílaakstur, svo dæmi sé tekið. Þá þarftu að sitja námskeið sem tekur viku og þreyta próf, hvort heldur sem þú sért innfæddur eða af erlendu bergi brotinn. Þar er þó gallinn sá að allt námsefnið og prófin eru á íslensku, sem helmingur þátttakenda skilur ekki en, guði sé lof fyrir Google Translate, sem bæði þýðir spurningarnar og svarar þeim fyrir þá sem þreyta þau próf. Maður tekur þó hatt sinn ofan fyrir viðleitnina. Það er mjög miður að í engu eigi að taka til menntunar- og hæfniskrafna til ferðaleiðsögumanna og í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda sem getið er í þessu sama plaggi um að "Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun". Mikilvægi þess að gera lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum verði að vera í forgangi og hér eru nokkrar ástæður fyrir því: Öryggi gesta: Ferðaleiðsögumenn gegna lykilhlutverki í að tryggja öryggi ferðamanna. Með vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja þjóðgarða í hópferðum undir stjórn innlendra og erlendra ferðaleiðsögumanna, er nauðsynlegt að ferðaleiðsögumenn hafi haldgóða menntun og þjálfun. Þetta felur í sér þekkingu á viðbrögðum við neyðartilvikum, viðbrögð við vá, notkun björgunarbúnaðar og skilnings á náttúrulegum hættum. Gæðaþjónusta: Menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna hefur bein áhrif á upplifun ferðamanna. Vel menntaðir ferðaleiðsögumenn geta veitt ítarlegar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru, sögu og menningu þjóðgarðanna. Þetta bætir ekki aðeins upplifun ferðamanna heldur stuðlar einnig að því að byggja upp sterka ímynd landsins sem áfangastaðar með framúrskarandi ferðaþjónustu. Umhverfisvernd: Ferðaleiðsögumenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að fræða ferðamenn um umhverfisvernd og ábyrga nærandi ferðamennsku. Menntaðir ferðaleiðsögumenn geta miðlað upplýsingum um okkar viðkvæma vistkerfi, verndaraðgerðir og ábyrgða hegðun, sem stuðlar að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðamanna og viðhalda náttúruauðlindum til framtíðar. Samræmi við Evrópustaðla: Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 hefur verið í gildi frá 1. ágúst 2008 á Íslandi, en stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að innleiða hann formlega eða gert kröfur til starfandi ferðaleiðsögumanna um að menntun þeirra uppfylli skilyrði staðalsins. Endurmenntun Háskóla Íslands tók það upp á sitt eindæmi á sínum tíma, við endurskoðun leiðsögunámsins, að breyta því þannig að það uppfylli þennan staðal. Hins vegar er ekkert eftirlit með því í dag hvort menntun starfandi ferðaleiðsögumanna á Íslandi uppfylli þær lágmarkskröfur. Að fylgja þessum stöðlum eykur samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi og tryggir að íslenskir ferðaleiðsögumenn uppfylli þessar kröfur, sem Evrópulöndin hafa komið sér saman um. Því ætti að fela Ferðamálastofu að hafa eftirlit með þessu og halda utan um skrá yfir ferðaleiðsögumenn sem hafa lokið menntun skv. staðlinum og afhenda þeim ferðaleiðsögumönnum skírteini upp á það, eins og tíðkast víða. Það myndi auðvelda allt eftirlit og sýna ferðamönnum að þeir í góðum höndum. Eftirlit og lagaheimildir: Til að tryggja að fyrirtæki sem starfa innan þjóðgarða fylgi þessum menntunarkröfum og öðrum gæðastöðlum er nauðsynlegt að hafa skýrar lagaheimildir og virkt eftirlit. Fjárveitingar til menntunar og þjálfunar landvarða, sem sinna ættu því eftirlitshlutverki eru einnig mikilvægar til að þeir geti framkvæmt störf sín með viðeigandi sérþekkingu. Langtímamarkmið: Með því að setja lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna er stuðlað að langtímamarkmiðum um sjálfbæra ferðaþjónustu. Menntun ferðaleiðsögumanna stuðlar að ábyrgri og upplýstri ferðahegðun, sem er grundvöllur fyrir verndun náttúru og menningar á Íslandi. Það er því nauðsynlegt að aðgerðaráætlunin taki einnig til alhliða úttektar á menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins þannig getum við tryggt að þeir uppfylli ströngustu gæðakröfur og stuðlað að öryggi, upplifun og umhverfisvernd í íslenskum þjóðgörðum. Höfundur er ferðamálafræðingur og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Ferðaþjónusta Guðmundur Björnsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 frá menningar- og viðskiptaráðherra, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er fjallað um menntunarkröfur til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum í lið E.3. Stutt lýsing á lið E.3: Unnið verði að úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna sem starfa innan þjóðgarða á Íslandi. Í framhaldi af því verði útbúnar skýrar lágmarkskröfur um menntun og hæfni, sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til að starfa við leiðsögn innan þjóðgarðs. Hér eru gerðar alvarlegar athugsemdir við þennan lið sem fjallar um menntunarkröfu til leiðsögumanna. Þar er ekki ráð fyrir að skoða eigi hæfni og menntun ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins er minnst á þá aðila sem eiga að vera með svokölluð "hard-skills", þ.e. þeir sem sinna leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, í íshellum og við köfun. Þar ekki gert ráð fyrir neinum hæfniskröfum til ferðaleiðsögumanna sem sinna þó mun stærri hóp ferðamanna. Sérstakelga er þetta alvarlegt þegar litið er til þeirrar holskeflu erlendra „ferðaleiðsögumanna“ sem ferðast með hópa um landið án tilskilinna leyfa frá Ferðamálastofu skv. lögum, þ.e. annað hvort ferðaskrifstofuleyfi eða leyfi ferðasala dagsferða. Hvað þá að einhver athugi hvort þeir þekki eitthvað til lands og þjóðar eða þessa samfélags sem þeir eru að ferðast um, þ.e. siði þess, venjur, lög og reglur. Hér er allt leyft. Þessu er t.d. ólíkt farið ef þú ætlar að leggja fyrir þig leigubílaakstur, svo dæmi sé tekið. Þá þarftu að sitja námskeið sem tekur viku og þreyta próf, hvort heldur sem þú sért innfæddur eða af erlendu bergi brotinn. Þar er þó gallinn sá að allt námsefnið og prófin eru á íslensku, sem helmingur þátttakenda skilur ekki en, guði sé lof fyrir Google Translate, sem bæði þýðir spurningarnar og svarar þeim fyrir þá sem þreyta þau próf. Maður tekur þó hatt sinn ofan fyrir viðleitnina. Það er mjög miður að í engu eigi að taka til menntunar- og hæfniskrafna til ferðaleiðsögumanna og í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda sem getið er í þessu sama plaggi um að "Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun". Mikilvægi þess að gera lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum verði að vera í forgangi og hér eru nokkrar ástæður fyrir því: Öryggi gesta: Ferðaleiðsögumenn gegna lykilhlutverki í að tryggja öryggi ferðamanna. Með vaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja þjóðgarða í hópferðum undir stjórn innlendra og erlendra ferðaleiðsögumanna, er nauðsynlegt að ferðaleiðsögumenn hafi haldgóða menntun og þjálfun. Þetta felur í sér þekkingu á viðbrögðum við neyðartilvikum, viðbrögð við vá, notkun björgunarbúnaðar og skilnings á náttúrulegum hættum. Gæðaþjónusta: Menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna hefur bein áhrif á upplifun ferðamanna. Vel menntaðir ferðaleiðsögumenn geta veitt ítarlegar og áreiðanlegar upplýsingar um náttúru, sögu og menningu þjóðgarðanna. Þetta bætir ekki aðeins upplifun ferðamanna heldur stuðlar einnig að því að byggja upp sterka ímynd landsins sem áfangastaðar með framúrskarandi ferðaþjónustu. Umhverfisvernd: Ferðaleiðsögumenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í að fræða ferðamenn um umhverfisvernd og ábyrga nærandi ferðamennsku. Menntaðir ferðaleiðsögumenn geta miðlað upplýsingum um okkar viðkvæma vistkerfi, verndaraðgerðir og ábyrgða hegðun, sem stuðlar að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðamanna og viðhalda náttúruauðlindum til framtíðar. Samræmi við Evrópustaðla: Evrópustaðall ÍST EN 15565:2008 hefur verið í gildi frá 1. ágúst 2008 á Íslandi, en stjórnvöld hafa lítið sem ekkert gert til að innleiða hann formlega eða gert kröfur til starfandi ferðaleiðsögumanna um að menntun þeirra uppfylli skilyrði staðalsins. Endurmenntun Háskóla Íslands tók það upp á sitt eindæmi á sínum tíma, við endurskoðun leiðsögunámsins, að breyta því þannig að það uppfylli þennan staðal. Hins vegar er ekkert eftirlit með því í dag hvort menntun starfandi ferðaleiðsögumanna á Íslandi uppfylli þær lágmarkskröfur. Að fylgja þessum stöðlum eykur samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu á alþjóðlegum vettvangi og tryggir að íslenskir ferðaleiðsögumenn uppfylli þessar kröfur, sem Evrópulöndin hafa komið sér saman um. Því ætti að fela Ferðamálastofu að hafa eftirlit með þessu og halda utan um skrá yfir ferðaleiðsögumenn sem hafa lokið menntun skv. staðlinum og afhenda þeim ferðaleiðsögumönnum skírteini upp á það, eins og tíðkast víða. Það myndi auðvelda allt eftirlit og sýna ferðamönnum að þeir í góðum höndum. Eftirlit og lagaheimildir: Til að tryggja að fyrirtæki sem starfa innan þjóðgarða fylgi þessum menntunarkröfum og öðrum gæðastöðlum er nauðsynlegt að hafa skýrar lagaheimildir og virkt eftirlit. Fjárveitingar til menntunar og þjálfunar landvarða, sem sinna ættu því eftirlitshlutverki eru einnig mikilvægar til að þeir geti framkvæmt störf sín með viðeigandi sérþekkingu. Langtímamarkmið: Með því að setja lágmarkskröfur til menntunar og hæfni ferðaleiðsögumanna er stuðlað að langtímamarkmiðum um sjálfbæra ferðaþjónustu. Menntun ferðaleiðsögumanna stuðlar að ábyrgri og upplýstri ferðahegðun, sem er grundvöllur fyrir verndun náttúru og menningar á Íslandi. Það er því nauðsynlegt að aðgerðaráætlunin taki einnig til alhliða úttektar á menntun og hæfni ferðaleiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum. Aðeins þannig getum við tryggt að þeir uppfylli ströngustu gæðakröfur og stuðlað að öryggi, upplifun og umhverfisvernd í íslenskum þjóðgörðum. Höfundur er ferðamálafræðingur og faglegur umsjónarmaður leiðsögunáms EHÍ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar