Urðu að sætta sig silfrið þrátt fyrir magnaða endurkomu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 15:52 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með Fredericia og var bara hársbreidd frá því að gera liðið að dönskum meisturum. Getty/Henk Seppen Álaborg tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta eftir eins marks sigur á Fredericia, 27-26, í hreinum úrslitaleik um titilinn í dag. Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum. Danski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Niklas Landin tryggði Álaborg sigurinn með því að verja síðasta skot leiksins. Áður hafði Mads Hoxer Hangaard skorað markið sem reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Hangaard áttir stórleik og skoraði níu mörk. Fredericia var komin fimm mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn en sýndi magnaða frammistöðu í seinni hálfleik sem dugaði næstum því. Guðmundur endurstillti sína menn í hálfleik og liðið var hársbreidd frá því að koma leiknum í framlengingu. Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu en Fredericia tryggði sér oddaleik með sigri í öðrum leiknum. Guðmundur Guðmundsson hefur gert ótrúlega hluti með Fredericia liðið á þessari leiktíð en frammistaðan hefur farið fram úr öllum væntingum. Í liði Álaborgar er hver stórstjarnan á fætur annarri og þar á meðal tveir af bestu handboltamönnum Dana frá upphafi, markvörðurinn Niklas Landin og stórskyttan Mikkel Hansen. Álaborgarmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru komnir þremur mörkum yfir, 8-5, eftir tuttugu mínútna leik. Í hálfleik munaði orðið fimm mörkum á liðunum, 13-8, og útlitið því orðið svart. Mads Hoxer Hangaard skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Álaborgar í hálfleiknum og var kominn með fimm mörk í hálfleik. Guðmundur talaði trú í sína menn í hálfleiknum en Fredericia strákarnir skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 13-15. Munurinn var komin niður í eitt mark, 17-18, þegar átján mínútur voru til leiks og endurkoman á fullri ferð. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan orðin jöfn, 19-19. Álaborg svaraði með tveimur mörkum í röð en staðan var aftur orðin jöfn þegar fjórar mínútur voru eftir. 25-25 og rosalega spenna í loftinu. Guðmundur tók leikhlé þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og Álaborg einu marki yfir 27-26. Liðið fékk færi en Landin varði. Sárgrætilegur endir en stórbrotin frammistaða í seinni hálfleiknum.
Danski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira