Mike Tyson frestar bardaganum á móti Jake Paul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 10:00 Mike Tyson og Jaka Paul munu mætast bara ekki í júlí. Netflix keypti réttinn af bardaganum. @netflix Mike Tyson er ekki í ástandi til að berjast við Youtube stjörnuna Jake Paul þann 20. júlí næstkomandi og hefur því neyðst til að fresta bardaganum. Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024 Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira
Ástæðan er að Tyson glímir við magasár. Hann þurfti læknisaðstoð eftir flugferð frá Los Angeles til Miami síðastliðinn sunnudag. Í fyrstu talaði Tyson um að þetta myndi ekki hafa áhrif á bardagann en það breyttist eftir síðustu læknisheimsókn kappans. Í tilkynningu frá Tyson kemur fram að læknirinn hafi ráðlagt honum að æfa létt næstu vikurnar en eftir það mætti hann fara aftur á fullt. Breaking: The heavyweight boxing bout between Jake Paul and Mike Tyson will be rescheduled for a later date in 2024 due to an ulcer flare up for Tyson that has limited his ability to train fully for the next few weeks, Netflix announced. pic.twitter.com/FoRythTk6Y— ESPN Ringside (@ESPNRingside) May 31, 2024 Bardaganum er því frestað en honum er ekki aflýst. Nýr keppnisdagur verður tilkynntur 7. júní og það er enn stefnan að bardaginn fari fram á AT&T Stadium í Arlington í Texas sem er heimavöllur Dallas Cowboys. „Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum mínum fyrir að standa með mér í þessu og skilja hvað er í gangi. Því miður, vegna þess að magasárið tók sig upp, hefur mér verið ráðlagt að létta æfingar mínar í nokkrar vikur til að hvíla mig og ná mér. Líkaminn er í betra standi en hann hefur verið síðan á síðustu öld og ég fer fljótlega að æfa aftur á fullu,“ sagði Mike Tyson í yfirlýsingu. Jake Paul x Mike Tyson has been postponed. pic.twitter.com/UbFMlQpYtt— Ariel Helwani (@arielhelwani) May 31, 2024 „Jake Paul, þetta hefur gefið þér smá tíma en á endanum verður þú samt sleginn niður og út úr hnefaleikaheiminum fyrir fullt og allt. Ég kann að meta þolinmæði allra og get ekki beðið eftir því að bjóða ykkur upp á ógleymanlega frammistöðu seinna á þessu ári,“ sagði Tyson. Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, heldur upp á 58 ára afmælið sitt í lok júní en Jake Paul er 27 ára. Tyson hefur ekki unnið opinberan boxbardaga síðan 2003. Á sínum tíma var hann aftur á móti besti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari. Postponing the event with Mike Tyson… pic.twitter.com/TrtOc5sIce— Jake Paul (@jakepaul) May 31, 2024
Box Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Sjá meira