Bessastaðir eru ekki fyrir byrjendur Þorbergur Þórsson skrifar 31. maí 2024 10:00 Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tók gildi þann 17. júní 1944 þegar seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var þá æðsti embættismaður landsins, en hann var kjörinn ríkisstjóri í konungs stað á Alþingi þann 17. júní 1941, rúmu ári eftir að Þjóðverjar lögðu Danmörku undir sig. Í seinni heimsstyrjöldinni reyndi mikið á þjóðhöfðingjana á Norðurlöndum og má í því sambandi minnast Hákonar VII Noregskonungs og baráttu hans og andspyrnuhreyfingar Noregs gegn nasistum. Um þátt Hákonar konungs í þeirri baráttu hafa nýlega verið gerðar áhrifaríkar bíómyndir. Embætti forseta Íslands var mótað á sama hátt og embætti konunganna á Norðurlöndum, enda var stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem kom frá Danmörku uppistaðan í lýðveldisstjórnarskránni. Í 5. grein stjórnarskrárinnar var kveðið á um að forsetaefni skuli „hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000.“ Þetta ákvæði er enn óbreytt. Við stofnun lýðveldisins voru íbúar í landinu tæplega 126 þúsund talsins. Þeir teljast nú ríflega 380 þúsund eftir nýlega endurtalningu á vegum Hagstofunnar. Væri miðað við sama hlutfall og þá þyrfti að krefjast meðmæla um það bil 4600 til 9200 kosningabærra manna vegna forsetaframboðs. Þá má geta þess að nú á dögum er auðveldara að afla meðmæla en áður fyrr. Sagt er að það hafi liðið innan við klukkustund frá því að undirskriftasöfnun vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur hófst þangað til fullnægjandi fjöldi meðmælenda hafði skrifað undir listann. Áður fyrr kostaði heilmikla fyrirhöfn að afla undirskrifta og þurfti að afla þeirra frá hverjum og einum meðmælanda skriflega og á blaði. Fjöldi meðmælenda segir því ekki alla söguna. Það er margfalt léttara nú en áður að afla nauðsynlegra meðmæla með forsetaframboði og þess sér stað í þeim mikla fjölda frambjóðenda sem við höfum nú úr að velja. Margir virðast halda að forsetinn hafi aðallega það hlutverk að klippa á borða og halda hátíðarræður. Því þurfi forsetinn einkum að vera áheyrilegur ræðumaður og hafa fallegt útlit. En það sjónarmið stenst enga skoðun. Til hvers að leggja svona mikið í embættið, ef forsetakosningar eru fyrst og fremst einskonar fegurðarsamkeppni? Í fegurðarsamkeppnum skiptir útlitið máli, að fólk klæðist fallega, komi vel fyrir og taki sig vel út á sviði. En í forsetakosningum verður að gera meiri kröfur en þær, að frambjóðandinn komi vel fyrir í nokkrum sjónvarpsþáttum og verði sér ekki til skammar. Ef stjórnarskráin er lesin er augljóst að forsetaembættið er ekki þess eðlis að besta leiðin til að velja einstakling í embættið sé að halda keppni á borð við fegurðarsamkeppni né að hægt sé að velja embættismanninn í stuttu atvinnuviðtali, eins og stundum er gert þegar ráðið er í sumarstörf fyrir byrjendur. Eins og áður sagði mótast lýsingin á hlutverki forsetans af starfslýsingu konungsins yfir Íslandi, til dæmis starfslýsingu Kristjáns tíunda eða Christians hins Tíunda, af Guðs náð konungs Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertoga í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg eins og embættistitillinn hljóðar í stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920. Þó að í orði kveðnu hafi forseti Íslands mikil völd samkvæmt stjórnarskránni, hefur forsetinn í reynd ekki nema stundum gegnt verulegu hlutverki við stjórn landsins. Nefna má að Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri og ekki enn farinn að kallast forseti, skipaði utanþingsstjórn um miðjan desember 1942. Sú stjórn varð fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins því að hún var við völd fram til loka októbermánuðar 1944. Til þessa hefur engin önnur utanþingsstjórn verið skipuð, þrátt fyrir að stundum sé upplausn í landinu. Skemmst er að minnast upplausnar í þjóðlífinu í kjölfar hrunsins, og talsverðrar upplausnar í stjórnmálalífinu hér á árunum 2013 – 2017, þegar þrír forsætisráðherrar voru við völd í röð. Á þessum tíma skipti embætti forsetans eins og oft áður miklu máli, og má til dæmis nefna að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði forsætisráðherra um þingrof árið 2016 (þó að viðkomandi fyrrum forsætisráðherra muni að vísu ekki kannast við það), en það olli því að forsætisráðherrann hrökklaðist frá völdum og samflokksmaður hans tók við embættinu í nokkra mánuði. Það er forsetans að tryggja að í landinu sitji ríkisstjórn sem stýrir starfsemi og framkvæmdum á vegum ríkisins. Það er á hinn bóginn hlutverk Alþingis að setja lögin. Þetta gerir Alþingi ekki eitt og sér, heldur hefur forsetinn úrslitaorðið. Forsetinn ýmist staðfestir lögin með undirritun sinni eða synjar lögunum staðfestingar, en synjun hefur blessunarlega verið afar sjaldgæf. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur synjað lögum staðfestingar. Vegna þess hve mikilvægustu ákvarðanir forsetans eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina, eru haldnar kosningar á landsvísu um það, hver eigi að gegna embættinu og það gjarna kallað „æðsta embætti þjóðarinnar“. Eins og allir vita, er þetta eina embættið sem kosið er til á þennan hátt. Þegar forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar lýkur þann 1. ágúst næstkomandi og einstaklingurinn sem þjóðin kýs nú á laugardaginn tekur við, hafa fyrri forsetar lýðveldisins setið í embætti að meðaltali í rúmlega þrettán og hálft ár (embættistími Sveins Björnssonar er hér reiknaður frá því hann hóf feril sinn sem ríkisstjóri 17. júní 1941) og þeir Guðni og Sveinn Björnsson hafa þá haft stystan embættistíma. Því má allt eins búast við að næsti forseti muni sitja á Bessastöðum í 12 ár eða meira. Það er gott að geta lært af reynslunni, en líka mikilvægt að forsetinn sé hæfur til að gegna starfi sínu frá fyrsta degi. Engin leið er að vita fyrirfram hvenær og hvernig muni reyna á hann í embætti. Til þessa hafa valist þrír stjórnmálamenn til embættisins og þrír einstaklingar sem ekki gátu talist til stjórnmálamanna þegar þeir tóku við embættinu. En þessir þrír sem voru stjórnmálamenn áður en þeir tóku við forsetaembættinu hafa reyndar gegnt embættinu í lengri tíma samtals en hinir þrír. Telja verður að stjórnmálamennirnir hafi verið betur undirbúnir undir starfið en hinir og má til dæmis fræðast um það efni í ágætri bók Guðna Th. Jóhannessonar, Fyrstu forsetarnir, sem kom út skömmu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu haustið 2016 og fjallar um feril fyrstu fjögurra forsetanna. Til að þjóðin geti sem best valið forseta, þarf úrval góðra frambjóðenda sem þjóðin þekkir vel að bjóða sig fram. Þetta eru ef til vill veigamestu rökin fyrir því að krefjast margra meðmælenda með frambjóðendum, því að slík krafa tryggir að í framboð fari einstaklingar sem hafa hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njóta trausts. Hér er að vísu sá vandi að í fámennu landi eins og okkar eru á hverjum tíma ekki margir þaulreyndir hæfileikamenn í þjóðlífinu sem hafa sýnt fram á hæfni sína og reynslu þannig að þjóðin finni sig knúna til að kalla þá til þjónustu í forsetaembættinu. Aldrei hafa fleiri lýst áhuga á að bjóða sig fram til forseta en nú og aldrei verið fleiri í framboði. Sumir þeirra hafa litla reynslu eða menntun á þeim sviðum sem á reynir í embættinu, sumir meiri reynslu og menntun. Sumir þeirra eru auk þess lítið þekktir einstaklingar og þjóðin þekkir því ekki nema afar takmarkað kosti þeirra og hugsanlega galla. Þar með hafa þeir sjaldan eða aldrei staðið undir augliti þjóðarinnar og tekið ákvarðanir á úrslitastundum og þjóðin getur því ekki metið hvort þeir hafi staðið sig vel eða illa við slíkar aðstæður. Þetta á við um langflesta frambjóðendurna. Augljóst er að eftir því sem kjósendur þekkja frambjóðendur betur er um minni óvissuferð að ræða. Einn frambjóðandi skarar fram úr í þessum hópi og hefur langmesta reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem ætla má að reyni á í embættinu. Þetta er auðvitað Katrín Jakobsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra (2009 – 2013) og forsætisráðherra (2017 – 2024). Þjóðin hefur fylgst með henni og hvernig hún hefur af mikilli samviskusemi rækt skyldur sínar við land og þjóð á miklum erfiðleikatímum – og að margra mati staðið sig mjög vel. Með því að benda á þá óbrotnu staðreynd að hún er langhæfasti frambjóðandinn er ekkert hallað á annað ágætisfólk sem nú býður sig fram til að gegna þessu æðsta embætti landsins í þágu þjóðarinnar. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að nú standa fyrir dyrum forsetakosningar er brýnt að hugsa aðeins nánar um embættið og hvers konar einstakling heppilegast sé að velja í það. Fleiri en nokkru sinni áður bjóða sig nú fram til að gegna þessu æðsta embætti þjóðarinnar, en landsmenn þurfa að velja nú strax á laugardaginn. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands tók gildi þann 17. júní 1944 þegar seinni heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var þá æðsti embættismaður landsins, en hann var kjörinn ríkisstjóri í konungs stað á Alþingi þann 17. júní 1941, rúmu ári eftir að Þjóðverjar lögðu Danmörku undir sig. Í seinni heimsstyrjöldinni reyndi mikið á þjóðhöfðingjana á Norðurlöndum og má í því sambandi minnast Hákonar VII Noregskonungs og baráttu hans og andspyrnuhreyfingar Noregs gegn nasistum. Um þátt Hákonar konungs í þeirri baráttu hafa nýlega verið gerðar áhrifaríkar bíómyndir. Embætti forseta Íslands var mótað á sama hátt og embætti konunganna á Norðurlöndum, enda var stjórnarskrá konungsríkisins Íslands sem kom frá Danmörku uppistaðan í lýðveldisstjórnarskránni. Í 5. grein stjórnarskrárinnar var kveðið á um að forsetaefni skuli „hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000.“ Þetta ákvæði er enn óbreytt. Við stofnun lýðveldisins voru íbúar í landinu tæplega 126 þúsund talsins. Þeir teljast nú ríflega 380 þúsund eftir nýlega endurtalningu á vegum Hagstofunnar. Væri miðað við sama hlutfall og þá þyrfti að krefjast meðmæla um það bil 4600 til 9200 kosningabærra manna vegna forsetaframboðs. Þá má geta þess að nú á dögum er auðveldara að afla meðmæla en áður fyrr. Sagt er að það hafi liðið innan við klukkustund frá því að undirskriftasöfnun vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur hófst þangað til fullnægjandi fjöldi meðmælenda hafði skrifað undir listann. Áður fyrr kostaði heilmikla fyrirhöfn að afla undirskrifta og þurfti að afla þeirra frá hverjum og einum meðmælanda skriflega og á blaði. Fjöldi meðmælenda segir því ekki alla söguna. Það er margfalt léttara nú en áður að afla nauðsynlegra meðmæla með forsetaframboði og þess sér stað í þeim mikla fjölda frambjóðenda sem við höfum nú úr að velja. Margir virðast halda að forsetinn hafi aðallega það hlutverk að klippa á borða og halda hátíðarræður. Því þurfi forsetinn einkum að vera áheyrilegur ræðumaður og hafa fallegt útlit. En það sjónarmið stenst enga skoðun. Til hvers að leggja svona mikið í embættið, ef forsetakosningar eru fyrst og fremst einskonar fegurðarsamkeppni? Í fegurðarsamkeppnum skiptir útlitið máli, að fólk klæðist fallega, komi vel fyrir og taki sig vel út á sviði. En í forsetakosningum verður að gera meiri kröfur en þær, að frambjóðandinn komi vel fyrir í nokkrum sjónvarpsþáttum og verði sér ekki til skammar. Ef stjórnarskráin er lesin er augljóst að forsetaembættið er ekki þess eðlis að besta leiðin til að velja einstakling í embættið sé að halda keppni á borð við fegurðarsamkeppni né að hægt sé að velja embættismanninn í stuttu atvinnuviðtali, eins og stundum er gert þegar ráðið er í sumarstörf fyrir byrjendur. Eins og áður sagði mótast lýsingin á hlutverki forsetans af starfslýsingu konungsins yfir Íslandi, til dæmis starfslýsingu Kristjáns tíunda eða Christians hins Tíunda, af Guðs náð konungs Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertoga í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg eins og embættistitillinn hljóðar í stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá 1920. Þó að í orði kveðnu hafi forseti Íslands mikil völd samkvæmt stjórnarskránni, hefur forsetinn í reynd ekki nema stundum gegnt verulegu hlutverki við stjórn landsins. Nefna má að Sveinn Björnsson, þá ríkisstjóri og ekki enn farinn að kallast forseti, skipaði utanþingsstjórn um miðjan desember 1942. Sú stjórn varð fyrsta ríkisstjórn lýðveldisins því að hún var við völd fram til loka októbermánuðar 1944. Til þessa hefur engin önnur utanþingsstjórn verið skipuð, þrátt fyrir að stundum sé upplausn í landinu. Skemmst er að minnast upplausnar í þjóðlífinu í kjölfar hrunsins, og talsverðrar upplausnar í stjórnmálalífinu hér á árunum 2013 – 2017, þegar þrír forsætisráðherrar voru við völd í röð. Á þessum tíma skipti embætti forsetans eins og oft áður miklu máli, og má til dæmis nefna að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði forsætisráðherra um þingrof árið 2016 (þó að viðkomandi fyrrum forsætisráðherra muni að vísu ekki kannast við það), en það olli því að forsætisráðherrann hrökklaðist frá völdum og samflokksmaður hans tók við embættinu í nokkra mánuði. Það er forsetans að tryggja að í landinu sitji ríkisstjórn sem stýrir starfsemi og framkvæmdum á vegum ríkisins. Það er á hinn bóginn hlutverk Alþingis að setja lögin. Þetta gerir Alþingi ekki eitt og sér, heldur hefur forsetinn úrslitaorðið. Forsetinn ýmist staðfestir lögin með undirritun sinni eða synjar lögunum staðfestingar, en synjun hefur blessunarlega verið afar sjaldgæf. Ólafur Ragnar Grímsson er eini forsetinn sem hefur synjað lögum staðfestingar. Vegna þess hve mikilvægustu ákvarðanir forsetans eru þýðingarmiklar fyrir þjóðina, eru haldnar kosningar á landsvísu um það, hver eigi að gegna embættinu og það gjarna kallað „æðsta embætti þjóðarinnar“. Eins og allir vita, er þetta eina embættið sem kosið er til á þennan hátt. Þegar forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar lýkur þann 1. ágúst næstkomandi og einstaklingurinn sem þjóðin kýs nú á laugardaginn tekur við, hafa fyrri forsetar lýðveldisins setið í embætti að meðaltali í rúmlega þrettán og hálft ár (embættistími Sveins Björnssonar er hér reiknaður frá því hann hóf feril sinn sem ríkisstjóri 17. júní 1941) og þeir Guðni og Sveinn Björnsson hafa þá haft stystan embættistíma. Því má allt eins búast við að næsti forseti muni sitja á Bessastöðum í 12 ár eða meira. Það er gott að geta lært af reynslunni, en líka mikilvægt að forsetinn sé hæfur til að gegna starfi sínu frá fyrsta degi. Engin leið er að vita fyrirfram hvenær og hvernig muni reyna á hann í embætti. Til þessa hafa valist þrír stjórnmálamenn til embættisins og þrír einstaklingar sem ekki gátu talist til stjórnmálamanna þegar þeir tóku við embættinu. En þessir þrír sem voru stjórnmálamenn áður en þeir tóku við forsetaembættinu hafa reyndar gegnt embættinu í lengri tíma samtals en hinir þrír. Telja verður að stjórnmálamennirnir hafi verið betur undirbúnir undir starfið en hinir og má til dæmis fræðast um það efni í ágætri bók Guðna Th. Jóhannessonar, Fyrstu forsetarnir, sem kom út skömmu eftir að Guðni tók við forsetaembættinu haustið 2016 og fjallar um feril fyrstu fjögurra forsetanna. Til að þjóðin geti sem best valið forseta, þarf úrval góðra frambjóðenda sem þjóðin þekkir vel að bjóða sig fram. Þetta eru ef til vill veigamestu rökin fyrir því að krefjast margra meðmælenda með frambjóðendum, því að slík krafa tryggir að í framboð fari einstaklingar sem hafa hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njóta trausts. Hér er að vísu sá vandi að í fámennu landi eins og okkar eru á hverjum tíma ekki margir þaulreyndir hæfileikamenn í þjóðlífinu sem hafa sýnt fram á hæfni sína og reynslu þannig að þjóðin finni sig knúna til að kalla þá til þjónustu í forsetaembættinu. Aldrei hafa fleiri lýst áhuga á að bjóða sig fram til forseta en nú og aldrei verið fleiri í framboði. Sumir þeirra hafa litla reynslu eða menntun á þeim sviðum sem á reynir í embættinu, sumir meiri reynslu og menntun. Sumir þeirra eru auk þess lítið þekktir einstaklingar og þjóðin þekkir því ekki nema afar takmarkað kosti þeirra og hugsanlega galla. Þar með hafa þeir sjaldan eða aldrei staðið undir augliti þjóðarinnar og tekið ákvarðanir á úrslitastundum og þjóðin getur því ekki metið hvort þeir hafi staðið sig vel eða illa við slíkar aðstæður. Þetta á við um langflesta frambjóðendurna. Augljóst er að eftir því sem kjósendur þekkja frambjóðendur betur er um minni óvissuferð að ræða. Einn frambjóðandi skarar fram úr í þessum hópi og hefur langmesta reynslu og þekkingu á þeim sviðum sem ætla má að reyni á í embættinu. Þetta er auðvitað Katrín Jakobsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra (2009 – 2013) og forsætisráðherra (2017 – 2024). Þjóðin hefur fylgst með henni og hvernig hún hefur af mikilli samviskusemi rækt skyldur sínar við land og þjóð á miklum erfiðleikatímum – og að margra mati staðið sig mjög vel. Með því að benda á þá óbrotnu staðreynd að hún er langhæfasti frambjóðandinn er ekkert hallað á annað ágætisfólk sem nú býður sig fram til að gegna þessu æðsta embætti landsins í þágu þjóðarinnar. Höfundur er rithöfundur sem býr í Reykjavík.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun