KosninGnarr kraftaverk Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 31. maí 2024 07:00 Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist. Hingað sigldu vaskir norrænir Víkingar, sem áttuðu sig á því á miðri leið að þeir hefðu gleymt að taka með sér konur. Þeir breyttu því um stefnu og höfðu viðkomu á Írlandi og Skotlandi. Þegar írskar og skoskar yngismeyjar sáu víkingaskipin birtast á sjóndeildarhringnum flúðu þær í öruggt skjól, allar nema þær sem voru utan við sig og annars huga. Þannig varð til þjóð sem hefur einstaka blöndu dugnaðar, áræðni, seiglu og athyglisbrests. Þetta er vitaskuld einföldun, en góð saga. Við elskum góðar sögur. Við erum einstök þjóð og við þurfum einstakan forseta sem getur verið fulltrúi okkar einstöku menningar, tungu og þeirra litbrigða sem persónugallerí þjóðarinnar býður upp á. Jón Gnarr er sú manneskja. Sé tekið mið af skoðannakönnunum má álykta að kraftaverk þyrfti til þess að hann og Jóga, konan hans, væru á leið á Bessastaði að loknum kosningum á laugardag. Teknókratar og reikniheilar keppast nú við að ýmist biðla til Jóns að draga framboð sitt til baka, eða leggja hart að kjósendum að kasta ekki atkvæði sínu á glæ. Þetta er gert í yfirvarpi vinsemdar og í krafti þess sem skilur og veit og vill bara ráða öðrum heilt. En skoðanakannanir eru ófullkomin verkfæri sem mæla þann hóp sem tekur þátt í þeim og það er svo yfirfært á stærra mengi. Þær eru hins vegar settar fram eins og staðreyndir og raun hitamælingar. Sannarlega vísbending, en áhersla okkar á mikilvægi þeirra er farin að líkjast trúarofstæki. Verandi nánast fullkomlega talnablind trúi ég á það sem við sjáum ekki og kraftana sem leiða okkur áfram án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Og ég trúi því líka að þegar nógu margir skoða hjartað sitt, spyrja sjálfan sig, fjölskyldu sína og trúnaðarvini hvað það er sem við þurfum sem þjóð þá blasir aðeins eitt svar við - Jón Gnarr. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast því í návígi hvernig Jón vinnur, hvernig hann les og skilur annað fólk, hvernig hann greinir samfélagið og notar sinn óþrjótandi sköpunarkraft til að toga okkur hin áfram. Allt hans höfundarverk sem listamaður byggir á þessum styrkleikum hans og getu til að nota íslenska tungu til að lýsa íslenskum raunveruleika og persónum sem við þekkjum í okkur sjálfum eða erum að glíma við á vinnustöðum, í fjölskyldum eða á förnum vegi. Hann hefur fært okkur þá gjöf að geta horfst hlæjandi í augu við okkur sjálf og okkar samfélagslegu bresti. Það hefur ekki gengið þrautalaust, enda hefur hann verið kærður oftar en meðal glæpamaður fyrir grín. En þó aldrei dæmdur. Enda ekkert í íslenskum lögum sem bannar fólki að gera grín og gleðja fólk. Úr þessum jarðvegi hefur Jón líka skapað sér atvinnu og séð sjálfum sér og fjölda annarra farborða. Sá drifkraftur er hins vegar tilkomin að miklu leyti af þeirri einföldu staðreynd að Jón hlaut litla sem enga menntun í íslensku skólakerfi, enda glímdi hann við ótal þroskaraskanir sem barn, sem dæmdu hann nánast úr leik. Þannig hefur hann ekki haft neitt val um annað en að treysta á sjálfan sig, sitt innsæi og kímnigáfu til þess að berjast áfram og koma sér til metorða í samfélagi sem kerfisbundið reyndi, og reynir enn, að ýta fólki til hliðar sem fékk ekki miða á fyrsta farrými í hraðlestri, eðlisfræði, tölfræði og excel æfingum. Jón er þannig holdgervingur hins sjálfstæða manns, sem er svo nátengdur okkar þjóðarkjarna. Hann hefur ekki látið kerfisbundnar tilraunir þeirra sem völdin hafa vísa sér á þann stað sem er þeim þóknanlegur. Jón hefur alltaf búið sér til pláss og það sem meira er, búið til pláss fyrir aðra. Þegar við hittumst fyrst var ég 27 ára einstæð móðir með halarófu af flækjum á eftir mér. Jón sá mig og bauð mér með í ferðalag sem breytti stefnunni sem mitt líf hefði annars tekið. Hann og Jóga höfðu djúpstæð áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn og hvernig það er að vinna með og kynnast fólki sem raunverulega tekur þig inn og vill þér vel. Ég hef orðið vitni af því ótal sinnum hvernig hann hefur sömu áhrif á aðra og ég veit að þeir kraftar sem geta losnað úr læðingi við það að veita Jóni atkvæði sitt í þessum forsetakosningum verða seint útskýrðir til fulls en þeir munu koma til með að skipta máli fyrir þá stefnu sem við tökum sem þjóð. Við stöndum frammi fyrir því að samfélagið okkar er breytast mjög hratt og það kallar fram sterkar tilfinningar og skapar óróleika innra með okkur og út á við. Við þurfum forseta sem hefur tilfinningagreind og skilning á því hvað það er að gefa fólki pláss og raunverulega meðtaka það sem það er að segja. Við þurfum líka forseta sem talar tungumál sem fólk skilur, en segir ekki bara eitthvað í löngu máli sem hefur enga merkingu. Við þurfum forseta sem hefur barist fyrir tilveru sinni í þessu samfélagi, hefur verið barinn niður og risið aftur upp. Við þurfum forseta sem þykir þrátt fyrir það óendanlega vænt um þetta samfélag og fólkið sem hér býr. Við þurfum Jón og Jógu á Bessastaði. Heiða Kristín Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega heyrði ég kenningu þess efnis að hátt hlutfall ADHD greininga á Íslandi megi skýra með því hvernig landið byggðist. Hingað sigldu vaskir norrænir Víkingar, sem áttuðu sig á því á miðri leið að þeir hefðu gleymt að taka með sér konur. Þeir breyttu því um stefnu og höfðu viðkomu á Írlandi og Skotlandi. Þegar írskar og skoskar yngismeyjar sáu víkingaskipin birtast á sjóndeildarhringnum flúðu þær í öruggt skjól, allar nema þær sem voru utan við sig og annars huga. Þannig varð til þjóð sem hefur einstaka blöndu dugnaðar, áræðni, seiglu og athyglisbrests. Þetta er vitaskuld einföldun, en góð saga. Við elskum góðar sögur. Við erum einstök þjóð og við þurfum einstakan forseta sem getur verið fulltrúi okkar einstöku menningar, tungu og þeirra litbrigða sem persónugallerí þjóðarinnar býður upp á. Jón Gnarr er sú manneskja. Sé tekið mið af skoðannakönnunum má álykta að kraftaverk þyrfti til þess að hann og Jóga, konan hans, væru á leið á Bessastaði að loknum kosningum á laugardag. Teknókratar og reikniheilar keppast nú við að ýmist biðla til Jóns að draga framboð sitt til baka, eða leggja hart að kjósendum að kasta ekki atkvæði sínu á glæ. Þetta er gert í yfirvarpi vinsemdar og í krafti þess sem skilur og veit og vill bara ráða öðrum heilt. En skoðanakannanir eru ófullkomin verkfæri sem mæla þann hóp sem tekur þátt í þeim og það er svo yfirfært á stærra mengi. Þær eru hins vegar settar fram eins og staðreyndir og raun hitamælingar. Sannarlega vísbending, en áhersla okkar á mikilvægi þeirra er farin að líkjast trúarofstæki. Verandi nánast fullkomlega talnablind trúi ég á það sem við sjáum ekki og kraftana sem leiða okkur áfram án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Og ég trúi því líka að þegar nógu margir skoða hjartað sitt, spyrja sjálfan sig, fjölskyldu sína og trúnaðarvini hvað það er sem við þurfum sem þjóð þá blasir aðeins eitt svar við - Jón Gnarr. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast því í návígi hvernig Jón vinnur, hvernig hann les og skilur annað fólk, hvernig hann greinir samfélagið og notar sinn óþrjótandi sköpunarkraft til að toga okkur hin áfram. Allt hans höfundarverk sem listamaður byggir á þessum styrkleikum hans og getu til að nota íslenska tungu til að lýsa íslenskum raunveruleika og persónum sem við þekkjum í okkur sjálfum eða erum að glíma við á vinnustöðum, í fjölskyldum eða á förnum vegi. Hann hefur fært okkur þá gjöf að geta horfst hlæjandi í augu við okkur sjálf og okkar samfélagslegu bresti. Það hefur ekki gengið þrautalaust, enda hefur hann verið kærður oftar en meðal glæpamaður fyrir grín. En þó aldrei dæmdur. Enda ekkert í íslenskum lögum sem bannar fólki að gera grín og gleðja fólk. Úr þessum jarðvegi hefur Jón líka skapað sér atvinnu og séð sjálfum sér og fjölda annarra farborða. Sá drifkraftur er hins vegar tilkomin að miklu leyti af þeirri einföldu staðreynd að Jón hlaut litla sem enga menntun í íslensku skólakerfi, enda glímdi hann við ótal þroskaraskanir sem barn, sem dæmdu hann nánast úr leik. Þannig hefur hann ekki haft neitt val um annað en að treysta á sjálfan sig, sitt innsæi og kímnigáfu til þess að berjast áfram og koma sér til metorða í samfélagi sem kerfisbundið reyndi, og reynir enn, að ýta fólki til hliðar sem fékk ekki miða á fyrsta farrými í hraðlestri, eðlisfræði, tölfræði og excel æfingum. Jón er þannig holdgervingur hins sjálfstæða manns, sem er svo nátengdur okkar þjóðarkjarna. Hann hefur ekki látið kerfisbundnar tilraunir þeirra sem völdin hafa vísa sér á þann stað sem er þeim þóknanlegur. Jón hefur alltaf búið sér til pláss og það sem meira er, búið til pláss fyrir aðra. Þegar við hittumst fyrst var ég 27 ára einstæð móðir með halarófu af flækjum á eftir mér. Jón sá mig og bauð mér með í ferðalag sem breytti stefnunni sem mitt líf hefði annars tekið. Hann og Jóga höfðu djúpstæð áhrif á það hvernig ég horfi á heiminn og hvernig það er að vinna með og kynnast fólki sem raunverulega tekur þig inn og vill þér vel. Ég hef orðið vitni af því ótal sinnum hvernig hann hefur sömu áhrif á aðra og ég veit að þeir kraftar sem geta losnað úr læðingi við það að veita Jóni atkvæði sitt í þessum forsetakosningum verða seint útskýrðir til fulls en þeir munu koma til með að skipta máli fyrir þá stefnu sem við tökum sem þjóð. Við stöndum frammi fyrir því að samfélagið okkar er breytast mjög hratt og það kallar fram sterkar tilfinningar og skapar óróleika innra með okkur og út á við. Við þurfum forseta sem hefur tilfinningagreind og skilning á því hvað það er að gefa fólki pláss og raunverulega meðtaka það sem það er að segja. Við þurfum líka forseta sem talar tungumál sem fólk skilur, en segir ekki bara eitthvað í löngu máli sem hefur enga merkingu. Við þurfum forseta sem hefur barist fyrir tilveru sinni í þessu samfélagi, hefur verið barinn niður og risið aftur upp. Við þurfum forseta sem þykir þrátt fyrir það óendanlega vænt um þetta samfélag og fólkið sem hér býr. Við þurfum Jón og Jógu á Bessastaði. Heiða Kristín Helgadóttir
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun