Skattheimtumenn ISAVIA Benedikt V Warén skrifar 30. maí 2024 15:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun