Hér er elíta, um elítu, frá elítu, til elítu Ragnar Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:01 Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ragnar Kjartansson og ég er elíta. Ég las grein Auðar Jónsdóttur um Katrínu Jakobsdóttur í Heimildinni þar sem samkrull hennar við völd og elítu var aðalmálið og fannst þetta allt saman bara orðið aðeins of fyndið. Auður sagði reyndar af sér sem menningarritstjóri Heimildarinnar eftir umræður um að hún sjálf væri fædd með of stóra menningarelítusilfurskeið í munni og ég gat ekki annað en flissað yfir þessu öllu saman. Ég skil að það sé umdeilt að Katrín hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og boðið sig fram til forseta. Ég varð líka hissa. En ef við hugsum um það þá var kannski skiljanlegt að finnast þetta ágætis tími til að víkja; búin að greiða fyrir tímamótakjarasamningum, koma Grindavíkurmálum í sæmilega fastan farveg, fjölskyldumeðlimir íslenskra Palestínumanna komnir út af Gaza og komnar aftur á greiðslur til UNRWA sem hefði aldrei átt að stöðva. Hún ætlaði hvort eð er ekki að bjóða sig aftur fram til þingsetu og kannski heilbrigt að VG nái að fóta sig án hennar í tæka tíð fyrir kosningar. En mér heyrist reyndar að þau sem voru reiðust yfir því að hún sæti sem forsætisráðherra í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn séu þau sömu og eru reiðust út í hana fyrir að hætta. Mér finnst líka alveg eðlilegt að spá í því hvort þetta séu of mikil tengsl milli framkvæmdavalds og forseta. En í akkúrat þessu tilfelli finnast mér kostirnir fleiri en gallarnir og ég treysti Katrínu til að vera hlutlaus og heil með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi í stórum málum sem koma á hennar borð. Og á þessum viðsjárverðu ófriðartímum í heiminum er alveg kostur að forseti þekki forseta og forsætisráðherra nágrannalandanna, njóti virðingar þeirra og geti stigið léttilega inn í erfiðar geopólitískar aðstæður þegar á ríður. Donald Trump og stuðningsmönnum hans hefur orðið ótrúlega ágengt með tali um elítu og djúpríki. Áhugavert er hvernig þessi taktík er nú notuð gegn Katrínu til að refsa henni fyrir allt og ömmu þess. Það þykir ekki í frásögur færandi þegar fyrrverandi forsætisráðherrar, valdafólk og listamenn styðja aðra frambjóðendur en það verður skyndilega stórvafasamt þegar einhver svoleiðis styður Katrínu og þá eru allt í einu taldar allar líkur á að SFS hljóti að hafa hreinlega mútað viðkomandi fyrir það eða viðkomandi hafi fengið loforð um að komast á einhvern óljósan feitan forsetaspena að launum fyrir stuðningsyfirlýsingu. Háværustu raddirnar sem úthrópa elítuna fyrir stuðning við Katrínu heyrast mér nú reyndar koma úr mínum eigin menningarelítukreðsum. Elítan endalaust að tala um elítu. Ég kýs Katrínu af því að hún er afburðahæf til að gegna embættinu sem við sem þjóð erum nú að ráða okkar fulltrúa í. Hún er róttæklingur sem fór inn í kerfið og berst fyrir hugsjónum sínum innan frá í verki en ekki bara með háværum hrópum. Sem þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra hefur hún unnið frábært starf fyrir land og þjóð og beitt sér sérstaklega fyrir mannréttindum, kvenfrelsi, kynfrelsi, náttúruvernd og þar fram eftir götunum. Hún hefur komið risastórum hlutum í verk með sátt og samstarfi. Hér á landi ríkir, þrátt fyrir allt, einhver mesti jöfnuður í heimi. Það er langt frá því að allar hennar hugsjónir hafa komist í framkvæmd en drottin minn dýr hún hefur komið mörgu góðu til leiðar. En jæja alla vega er Katrín minn forseti og hún er frábær. Höfundur er myndlistamaður.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun