Fótbolti og forseti Tómas Ingi Tómasson skrifar 28. maí 2024 12:46 Kæri lesandi ég fæddist á Heimaey, höfuðstað Vestmannaeyja. Sem sagt Eyjapeyi. Líf mitt var og er fótbolti. Ég hef fengið þann munað að prófa margt í kringum boltann, var atvinnumaður, spilaði með landsliðinu (of fáa leiki ef ég er spurður), hef þjálfað félagslið og yngri landslið og alla grasrótina bæði stelpur og stráka. Að alast upp í Eyjum var yndislegt þar sem hægt var að fara niður á bryggju að veiða, bjarga og sleppa lundapysjum, byrjaði 11 ára að vinna í skreið í Vinnslustöðinni og spilaði fótbolta alltaf þegar vinnan var ekki að trufla mig. Mamma þurfti alltaf að hafa fyrir því að draga okkur inn í mat og svo var rokið aftur út að leika. Þetta voru dásamlegir og einfaldir tímar. Það má segja að knattspyrnan hafi alltaf átt minn hug og hjarta. Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum, miklum karakterum, góðum liðum og fengið þjálfara sem hafa kennt mér bæði að verði betri í boltanum og já, lífinu. Sumir eins og lífið kennir manni skildu meira eftir en aðrir en alltaf gat maður notað eitthvað frá þeim öllum. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að hafa einhvern sem stýrir liðinu, leiðbeinir. Einhvern sem hefur yfirsýn og réttir okkur af ef við villumst af leið. Bestu liðin sem ég hef verið hjá voru með skýr langtímamarkmið, vissu hvert þau ætluðu og hvernig þau ætluðu að komast þangað. En það voru ekki öll lið sem skilgreindu sín gildi og unnu eftir þeim. Þau sem ekki gerðu það gátu átt góða spretti en þau entust ekki lengi. Við viljum öll vera hluti af sigurliði, eða liði sem gefur okkur góð gildi og leiðbeinir í rétta átt, hvort sem er í fótbolta eða annars staðar í lífinu. Liði sem veit hvert það ætlar sér að komast, liði sem hlúir að leikmönnum og finnur verkefni sem hæfa hverjum og einum. Það sama má segja um val okkar á næsta forseta Íslands og það skiptir máli að vanda valið. Við viljum einhvern sem hefur skýra sýn á það hvert við erum að fara sem þjóð og mun hjálpa til við að vísa veginn, innleiða réttu gildin og halda þeim að okkur hvort sem okkur gengur vel eða illa. Við þurfum nefninlega alvöru manneskju sem hjálpar okkur að horfa upp og áfram. Við búum við þingræði sem einkennist af togstreitu. Forseti á að vera yfir þessa togstreitu hafin og vinna með þjóðinni, sýna henni áhuga, virkja, vekja til umhugsunar, leiða saman og þjónusta alla hópa samfélagsins. Fyrir mér er þessi manneskja Halla Tómasdóttir. Halla býr yfir öllum þessum kostum og fleirum. Hún er fæddur leiðtogi sem dregur fólk að borðinu og vinnur með styrkleika hvers og eins og gerir þetta allt af mikilli hlýju og einlægni. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ekki eru fleiri konur að þjálfa í efstu deildum karlafótboltans og hvort þær gætu það yfir höfuð? Mín skoðun er sú að ekki aðeins geta þær það, heldur væru margar fullkomnar í hlutverkið. Þjálfari í dag er manneskjan sem nær því besta út úr hverjum og einum leikmanni. Þjálfari er einnig með margar aðstoðarmanneskjur sem sjá um daglega þjálfun, styrkarþjálfun, sjúkraþjálfun og svona mætti lengi telja. Að mínu mati er stærsta verkefni aðalþjálfara að fá leikmenn til að trúa því að þeir geti unnið saman, leyst verkefni og sigrað. Ég mundi treysta Höllu til að þjálfa hvaða lið sem er og fá leikmenn til að trúa, vinna saman og sigra en ég treysti henni ennþá betur sem forseta Íslands að sameina, leiða saman og vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Ég mun kjósa Höllu Tómasdóttur til forseta og hvet þig kæri lesandi til að gera slíkt hið sama. Höfundur er Eyjapeyi og fyrrverandi knattspyrnumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi ég fæddist á Heimaey, höfuðstað Vestmannaeyja. Sem sagt Eyjapeyi. Líf mitt var og er fótbolti. Ég hef fengið þann munað að prófa margt í kringum boltann, var atvinnumaður, spilaði með landsliðinu (of fáa leiki ef ég er spurður), hef þjálfað félagslið og yngri landslið og alla grasrótina bæði stelpur og stráka. Að alast upp í Eyjum var yndislegt þar sem hægt var að fara niður á bryggju að veiða, bjarga og sleppa lundapysjum, byrjaði 11 ára að vinna í skreið í Vinnslustöðinni og spilaði fótbolta alltaf þegar vinnan var ekki að trufla mig. Mamma þurfti alltaf að hafa fyrir því að draga okkur inn í mat og svo var rokið aftur út að leika. Þetta voru dásamlegir og einfaldir tímar. Það má segja að knattspyrnan hafi alltaf átt minn hug og hjarta. Ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum, miklum karakterum, góðum liðum og fengið þjálfara sem hafa kennt mér bæði að verði betri í boltanum og já, lífinu. Sumir eins og lífið kennir manni skildu meira eftir en aðrir en alltaf gat maður notað eitthvað frá þeim öllum. Ég veit hvað það skiptir miklu máli að hafa einhvern sem stýrir liðinu, leiðbeinir. Einhvern sem hefur yfirsýn og réttir okkur af ef við villumst af leið. Bestu liðin sem ég hef verið hjá voru með skýr langtímamarkmið, vissu hvert þau ætluðu og hvernig þau ætluðu að komast þangað. En það voru ekki öll lið sem skilgreindu sín gildi og unnu eftir þeim. Þau sem ekki gerðu það gátu átt góða spretti en þau entust ekki lengi. Við viljum öll vera hluti af sigurliði, eða liði sem gefur okkur góð gildi og leiðbeinir í rétta átt, hvort sem er í fótbolta eða annars staðar í lífinu. Liði sem veit hvert það ætlar sér að komast, liði sem hlúir að leikmönnum og finnur verkefni sem hæfa hverjum og einum. Það sama má segja um val okkar á næsta forseta Íslands og það skiptir máli að vanda valið. Við viljum einhvern sem hefur skýra sýn á það hvert við erum að fara sem þjóð og mun hjálpa til við að vísa veginn, innleiða réttu gildin og halda þeim að okkur hvort sem okkur gengur vel eða illa. Við þurfum nefninlega alvöru manneskju sem hjálpar okkur að horfa upp og áfram. Við búum við þingræði sem einkennist af togstreitu. Forseti á að vera yfir þessa togstreitu hafin og vinna með þjóðinni, sýna henni áhuga, virkja, vekja til umhugsunar, leiða saman og þjónusta alla hópa samfélagsins. Fyrir mér er þessi manneskja Halla Tómasdóttir. Halla býr yfir öllum þessum kostum og fleirum. Hún er fæddur leiðtogi sem dregur fólk að borðinu og vinnur með styrkleika hvers og eins og gerir þetta allt af mikilli hlýju og einlægni. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ekki eru fleiri konur að þjálfa í efstu deildum karlafótboltans og hvort þær gætu það yfir höfuð? Mín skoðun er sú að ekki aðeins geta þær það, heldur væru margar fullkomnar í hlutverkið. Þjálfari í dag er manneskjan sem nær því besta út úr hverjum og einum leikmanni. Þjálfari er einnig með margar aðstoðarmanneskjur sem sjá um daglega þjálfun, styrkarþjálfun, sjúkraþjálfun og svona mætti lengi telja. Að mínu mati er stærsta verkefni aðalþjálfara að fá leikmenn til að trúa því að þeir geti unnið saman, leyst verkefni og sigrað. Ég mundi treysta Höllu til að þjálfa hvaða lið sem er og fá leikmenn til að trúa, vinna saman og sigra en ég treysti henni ennþá betur sem forseta Íslands að sameina, leiða saman og vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar. Ég mun kjósa Höllu Tómasdóttur til forseta og hvet þig kæri lesandi til að gera slíkt hið sama. Höfundur er Eyjapeyi og fyrrverandi knattspyrnumaður.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun