Kjósum forseta sem við treystum Ingileif Jónsdóttir skrifar 27. maí 2024 14:16 Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt að hún getur tekið erfiðar ákvarðanir þegar þess gerist þörf . Hún tók af skarið síðla árs 2017 og myndaði ríkisstjórn þvert á hið pólitíska litróf, þegar langvarandi stjórnakreppa blasti annars við. Henni var treyst til þess vegna þess að hún hlustar og leitar lausna með hag heildarinnar að leiðarljósi. Hún þekkir hvernig samfélagið og stjórnmálin virka og hefur góða dómgreind, réttsýni og kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar, okkar allra. Í COVID-19 heimsfaraldrinum sýndi Katrín vel hvað hún á auðvelt með að setja sig inn í flókin mál, hlusta á öll sjónarmið, treysta á sérfræðinga og vísindalega þekkingu og endurmeta aðgerðir í ljósi breyttra aðstæðna, í þágu allra landsmanna. Alltaf stóð hún við bakið á þeim sem voru í framlínunni. Við komum betur út úr COVID-19 en flestar aðrar þjóðir, dánartíðni var með því lægsta sem þekkist, lokanir minni en víðast í Evrópu og efnahagslífið rétti hratt úr kútnum. Það sama höfum við séð í náttúruhamförunum á Reykjanesi. Undir forystu Katrínar er hlustað á sérfræðinga og farið að þeirra ráðleggingum. Hún beitti sér fyrir aðstoð við íbúa sem þurftu að yfirgefa Grindavík og stuðningi við þau til að búa sér nýja framtíð. Ég treysti Katrínu best til að vera sú styrka stoð sem þjóðin þarf á að halda þegar á bjátar. Við erum flest sammála um grunngildi sem skipta okkur máli; lýðræði, mannréttindi, réttarríkið og frið. Katrín er sterkur málsvari lýðræðis, mannréttinda og friðar og hún þreytist ekki á að tala fyrir þeim á Íslandi og í samskiptum við leiðtoga erlendra ríkja. Hún beitir sér gegn skautun í samfélaginu, er ötull stuðningsmaður minnihlutahópa og hefur m.a. stutt dyggilega við baráttu hinsegin fólks. Hún beitti sér fyrir lagasetningu um kynrænt sjálfræði og í hennar stjórnartíð tóku gildi fleiri ný lög sem jafna stöðu og rétt kynjanna og meðferð á vinnumarkaði og utan. Ég treysti Katrínu til að vera áfram sterkur málsvari þessara grunngilda á Íslandi og sem okkar fulltrúi erlendis. Hún nýtur virðingar, á hana er hlustað og hún hrífur fólk með sér. Katrín er unnandi bókmennta og íslenskrar tungu og leggur áherslu á móðurmálið, sem eina mikilvægastu eign hvers manns og fjöregg þjóðarinnar. Hún þekkir vel sögu okkar, menningu, náttúru og auðlindir og leggur áherslu á að allir íbúar landsins njóti þeirra auðæfa og tilheyri þjóðarheildinni. Ég deili hennar sýn. Ég er svo heppin að hafa kynnst Katrínu. Ég veit að hún er heilsteypt, réttsýn, greind og vel að sér, og hún kemur eins fram við alla. Ég treysti henni til að takast á við krefjandi áskoranir í heimi mikilla breytinga og leiða þjóðina til farsællar framtíðar. Ég treysti Katrínu best til að gegna embætti forseta Íslands. Höfundur er ónæmisfræðingur og prófessor emeríta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun