Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2024 07:45 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun