Sanngjarnt lífeyriskerfi: Það er dýrara að vera fatlaður Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 22. maí 2024 07:45 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á örorkulífeyriskerfinu á Íslandi fyrr og síðar verði það samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Meðal þess sem ÖBÍ leggur til er að innleiddur verið nýr óskattskyldur og ótekjutengdur greiðsluflokkur sem hefði þann tilgang að mæta ótilgreindum kostnaði vegna fötlunar. Hvað efni frumvarpsins varðar hefur ÖBÍ bent á að þrátt fyrir yfirlýsingar flutningsmanna þess um almennar kjarabætur muni margir einstaklingar verða á nánast sama stað í nýju kerfi og þeir myndu vera í núverandi kerfi og að aðrir munu koma verr út í nýju kerfi. Fatlað fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur til framfærslu fær greiddan óskertan örorkulífeyri. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum mun óskertur örorkulífeyrir til þeirra sem fá greidda heimilisuppbót (eru einhleypir og búa einir) aðeins hækka á bilinu 803 kr. til 6.803 kr. á mánuði. Hækkanir til þeirra sem fá ekki greidda heimilisuppbót og eru meðóskertan örorkulífeyri til framfærslu eru lítið hærri eða á bilinu 30 til 36 þúsund kr. á mánuði. Af þessum fjárhæðum á eftir að draga skatt og því ljóst að um mjög lágar fjárhæðir til hækkunar er að ræða. Það er því ekki að sjá að meðfrumvarpinu sé komið sómasamlega til móts viðþann hóp sem hefur lægstu tekjurnar og hefur enga möguleika til að bæta kjör sín með tekjum annars staðar frá. Innleiðing nýs greiðsluflokks gæti þannig bætt stöðu þessa hóps sem og nýst öðrum fötluðum einstaklingum. Til að ná markmiði sínu þyrfti greiðsluflokkurinn að vera í upphafi a.mk. 20.000 kr. á mánuði. ÖBÍ bendir á mikilvægi þess að hinn nýi greiðsluflokkur yrði óskattskyldur. Bæði í þeim tilgangi að fjárhæðin skili sér til fatlaðs fólks og ekki síður til að koma í veg fyrir möguleg áhrif til lækkunar annars stuðnings s.s. húsnæðisstuðnings og barnabóta. Greiðsluflokkurinn hefur annan mjög mikilvægan ávinning en með honum mætti ná fram markmiðum samningsins Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveður m.a. á um nauðsyn þess að ríki veiti aðstoð við greiðslu kostnaðar tengdan fötlun. Fyrir íslenskt samfélag myndi slík innleiðing þýða mikilvægt skref í átt að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum fyrir fatlað fólk. Innleiðing slíks greiðsluflokks væri enn fremur í samræmi við nýlega samþykkta þingsályktun um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 en þar segir að koma eigi í auknum mæli til móts við ótilgreindan fylgikostnað fötlunar. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við þessum nýja greiðsluflokki og sýna í verki að því stendur ekki á sama. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun