Snjór til vandræða í Ítalíuhjólreiðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 13:30 Hjólreiðakappinn Alexandre Delettre á ferðinni í Ítalíuhjólreiðunum en nú er ekki aðeins snjór fyrir utan brautina. Getty/Tim de Waele Það eru sérstakar aðstæður fyrir keppni dagsins í Ítalíuhjólreiðunum, Giro d'Italia. Þrátt fyrir að júní nálgist óðfluga þá eru sannkallaðar vetraraðstæður í fjöllunum á Ítalíu. Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024 Hjólreiðar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Giro d'Italia er eitt af risamótunum í hjólreiðaheiminum og það næstastærsta á eftir Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Það gekk illa að skipuleggja sextándu sérleiðina vegna snjókomu. Hjólreiðakapparnir áttu að hjóla upp í 2500 metra hæð í Ölpunum en það var snjór og slydda í 1900 metra hæð. Ben O'Connor says Giro d'Italia is run by 'dinosaurs' amid anger over stage 16 conditions❄️'I'd like to see him get out on the bike and do the start of the stage and see what his answer is' says Australian👇https://t.co/6h2Wf4huRF— GCN Racing (@GcnRacing) May 21, 2024 Samband hjólreiðamanna vildi byrja frekar hinum megin við Umbrail skarðið til að forðast snjóinn en mótshaldarar voru harðir á því að byrja í Livigno og stytta ekki leiðina. Það endaði þó með því að hjólreiðakapparnir voru ferjaðir hinum megin við fjallið og sextánda sérleiðin var látin byrja þar. Norska ríkisútvarpið var í sambandi við hjólreiðamanninn Tobias Foss sem sagði skipulagið vera í molum. Hann sagði þó að sem betur fer voru hjólreiðakapparnir allir sammála því að færa keppnina. „Það er slydda og það er snjór á jörðinni. Það er óskiljanlegt að þeir séu enn að velta því fyrir sér að stytta ekki leiðina,“ sagði Foss. „Það hefði ekki verið möguleiki að hjóla í 2500 metra hæð. Það hefði verið allt of mikill snjór til að það væri möguleiki. Ég skil ekki alveg af hverju menn voru að leggja það til að reyna slíkt,“ sagði Foss. Absolute chaos at the Giro d’Italia, Stage 16 was due to go in the mountains but the conditions are below freezing and there’s snow everywhere. The riders have refused to start,Alberto Contador for Eurosport when 11km up the course in the car to report and they couldn’t go… pic.twitter.com/05dhUo1JJK— Sanny Rudravajhala (@Sanny_Rudra) May 21, 2024
Hjólreiðar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira