„Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:18 Ólafur Ólafsson í fyrsta leiknum á móti Valsmönnum. Nú eru Grindvíkingar í fyrsta sinn undir í einvígi í þessari úrslitakeppni og þurfa sigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík eru 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í öðrum leiknum sem fram fer í Smáranum í kvöld. Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Fyrirliði Grindavíkurliðsins ræddi við Stefán Árna Pálsson og fór yfir stöðuna hjá Grindavík sem er í fyrsta sinn undir í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið Tindastól 3-0 og komist í 1-0 og 2-1 á móti Keflavík. Leikur tvö er klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30 á sömu rás. Subway Körfuboltakvöld er að venju á staðnum og fer yfir leikinn. Ætla að mæta af fullri hörku „Það er einn leikur búinn og við þurfum að mæta klárir í leik tvö. Við erum búnir að fara vel yfir málin og búnir að hvíla okkur. Við mætum bara af fullri hörku,“ sagði Ólafur. Hvað fór úrskeiðis í fyrsta leiknum á Hlíðarenda? „Þessi litlu atriði og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarfráköstin hjá Völsurum voru eiginlega að drepa okkur á löngum köflum í leiknum. Lítil mistök varnarlega þar sem við vorum að klikka á skiptingum sem þeir skoruðu yfirleitt úr,“ sagði Ólafur. „Þegar Kiddi (Kristinn Pálsson) fær fjóra þrista í röð þá er það allt að koma eftir smávægileg mistök sem við gerum og hann tekur boltann og skýtur. Við gleymum þá að skipta eða eitthvað. Það var það sem við vorum ósáttastir með,“ sagði Ólafur. Deandre Kane (37 stig) og Dedrick Basile (22 stig) skoruðu nánast öll stig Grindavíkurliðsins en Ólafur var þriðji stigahæstur með níu stig. Langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu „Ég horfði aftur á leikinn um kvöldið og það sem eiginlega pirraði mig mest var að sjá frammistöðuna hjá Deandre og það að við höfum ekki verið með honum í því. Það er langt siðan að maður hefur séð svona frammistöðu á báðum endum vallarins,“ sagði Ólafur. „Það að við höfum ekki hjálpað honum meira fór mest í taugarnar á mér. Við þurfum, eins og við erum búnir að gera alla úrslitakeppnina, að vera saman í þessu og þá gerast góðir hlutir. Við komumst í gegnum alla þessa leiki á því að spila saman,“ sagði Ólafur. Bara gaman að fá Kára aftur Ólafur segir að innkoma Kára Jónssonar í Valsliðið hafi ekki truflað hans lið eða riðlað planinu. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn. Frábær leikmaður og það er bara skemmtilegra að takast á við einhverja breytingu. Maður var búinn að heyra það út frá sér að hann yrði jafnvel með en ekkert sem riðlaði einhverju hjá okkur. Frábært að hann sé búinn að ná sér og að hann sé kominn aftur inn á völlinn,“ sagði Ólafur. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Bara gaman að fá Kára aftur inn á völlinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Valur Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira