Handbolti

Bjarki og fé­lagar bikar­meistarar fjórða árið í röð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bjarki Már og félagar tryggðu sér ungverska bikarmeistaratitilinn í kvöld.
Bjarki Már og félagar tryggðu sér ungverska bikarmeistaratitilinn í kvöld. Twitter@telekomveszprem

Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém eru ungverskir bikarmeistarar í handbolta eftir þriggja marka sigur gegn Pick Szeged í úrslitum í kvöld, 33-30.

Telekom Veszprém skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi í raun allan tímann. Liðið náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og var með eins marks forystu að honum loknum, staðan 16-15.

Í síðari hálfleik náði liðið fimm marka forskoti í tvígang og sigldi að lokum heim þriggja marka sigri, 33-30.

Bjarki skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém sem nú hefur fagnað ungverska bikarmeistaratitlinum fjögur ár í röð. Liðið er þó enn í harðri baráttu um ungverska meistaratitilinn þar sem það mætir einmitt Pick Szeged í úrslitaeinvíginu sem hefst næstkomandi föstudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×