Handbolti

Ís­lendingarnir gerðu lítið þegar Skara féll úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aldís Ásta hefur átt betri leiki.
Aldís Ásta hefur átt betri leiki. Handbollsligan

Íslendingalið Skara komst ekki í úrslit efstu deildar sænska kvennahandboltans þar sem liðið tapaði með átta marka mun fyrir IK Sävehof í oddaleik í undanúrslitum, lokatölur 30-22.

Liðin höfðu unnið tvo leiki hvort og því þurfti oddaleik til að skera úr um hvort liðið myndi mæta Önnereds í úrslitum.

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir áttu virkilega góðan leik þegar Skara tryggði sér oddaleik en þær létu lítið fyrir sér fara í kvöld. Aldís Ásta skoraði aðeins eitt mark og Jóhanna Margrét komst ekki á blað.

Það eru því liðin sem enduðu í öðru sæti - Sävehof - og fjórða sæti – Önnereds - sem mætast í einvíginu um sænska meistaratitilinn.


Tengdar fréttir

Ís­lendinga­liðið tryggði sér odda­leik

Íslendingalið Skara tryggði sér í kvöld oddaleik um sæti í úrslitum sænsku úrvalsdeildar kvenna í handbolta þegar liðið vann IK Sävehof með fjögurra marka mun, lokatölur í kvöld 34-30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×