„Ákváðum að byrja fyrstu fimm mínúturnar í þriðja af krafti“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. maí 2024 22:08 Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, mætti til leiks í kvöld nýklipptur og sætur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar eru komnir í úrslit Subway-deildar karla eftir að hafa gjörsigrað Keflavík í oddaleik í Smáranum í kvöld, 112-63, en þriðji leikhluti var ótrúlegur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“ Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Það var glaðbeittur Ólafur Ólafsson, fyrirliði liðsins, sem mætti í viðtal eftir leik. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið á öðru en að hafa orð á því hversu vel Ólafur leit út svona nýklipptur. „Ég var farinn að líta villimannslega út þannig að ég ákvað að fara til Agga félaga míns og láta klippa mig. Ég er nokkrum kílóum léttari núna örugglega.“ Það var þó ekki bara hárið og skeggið sem létti Ólaf, frammistaða Grindavíkur í þriðja leikhluta fer mögulega í sögubækurnar en liðið setti tíu þrista og hélt Keflavík í níu stigum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn ekki vel en óx ásmegin eftir því sem leið á. „Það var eitthvað smá spennustig í byrjun, sem bara gerist. „Ákváðum að byrja allavega fyrstu fimm mínúturnar í þriðja leikhluta af krafti.“ Við gerðum það heldur betur.“ Aðspurður hvort það hefði verið þrumuræða frá Jóhanni bróður hans, þjálfara liðsins, sem blés Grindvíkingum eldmóð í brjóst sagði Ólafur að leikmennirnir hefðu eiginlega bara ákveðið þetta sjálfir í fjarveru Jóhanns. „Þeir eru svo lengi að drulla sér inn í klefa þjálfararnir að við tókum þessa ræðu eiginlega bara saman sem lið, hvað við vorum að gera illa. Við erum með einn leikmann sem er búinn að spila á hæsta „leveli“ og veit alveg út á hvað þetta gengur og örugglega eini maðurinn inn á sem var rólegur allan tímann. Við ræddum þetta bara, að koma af krafti fyrstu fimm og „the rest is history“ bara.“ Það liðu ekki 48 tímar á milli síðustu leikja hjá Grindavík en nú er smá pása framundan. Ólafur ætlar beint í kalda pottinn í fyrramálið. „Það er ansi líklegt sko. Ég fer örugglega í fyrramálið, skutla krökkunum á leikskólanum og beint í Ásvallalaug í heitt og kalt.“
Körfubolti UMF Grindavík Subway-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira