Líf Chaz á Íslandi gæti endað á Netflix Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:32 Chaz Williams kann vel við sig í grænu og fékk þennan forláta jakka þegar leið á viðtalið. Stöð 2 Sport Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams segist kominn með grænt blóð í æðar eftir veru sína hjá Njarðvík og er staðráðinn í að færa liðinu Íslandsmeistaratitil í körfubolta á næstu vikum. Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Chaz átti flottan leik í gærkvöld þegar Njarðvík vann Val í mikilli spennu og tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Hann fékk því sæti við háborðið hjá sérfræðingum Körfuboltakvölds eftir leik, og var spurður af hverju myndatökumaður fylgdi honum í öllum leikjum: „Fyndin saga. Þetta byrjaði fyrir fimm árum, þegar ég kom til Íslands. Við byrjuðum að taka upp heimildamynd um líf mitt, innan og utan vallar. Hann fylgir mér því í raun eftir alla daga, og safnar efni í mynd sem sýnd verður bráðlega,“ sagði Chaz og það gæti orðið afar fróðlegt að sjá afraksturinn. Samkvæmt Chaz gætu stórar efnisveitur sýnt myndina: „ESPN, Netflix eða HBO. Hann er að tala við mismunandi sjónvarpsstöðvar. Mitt hlutverk er bara að vera ég sjálfur og hann sér um hitt,“ sagði Chaz. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Chaz Williams Það myndi eflaust ekki skemma fyrir myndinni ef Njarðvík næði að landa Íslandsmeistaratitlinum en til þess þyrfti liðið að vinna oddaleikinn við Val, og svo úrslitaeinvígi við Grindavík eða Keflavík: „Það yrði algjör draumur fyrir mig. Njarðvík er búin að festa sér stað í hjarta mínu. Sama hvað gerist þá mun ég alltaf blæða grænu og ég elska alla hérna, frá stjórninni til þjálfara, leikmanna, ungu strákanna og krakkanna. Ég elska þetta verkefni og það yrði ótrúlega gaman að færa þeim titil,“ sagði Chaz sem naut þess í botn að spila í þeirri frábæru stemningu sem var í Ljónagryfjunni í gærkvöld. En hvers má svo vænta í oddaleiknum, á þriðjudagskvöld? „Við nálgumst leikinn eins. Það verður aftur þannig að ef við töpum þá erum við úr leik. Við vitum að þeir breyta einhverjum smáatriðum en við þurfum að ná aðeins betri einbeitingu í varnarleiknum. Halda betur aftur af þeim. En þegar lið eru með frábæra leikmenn eins og Kidda, Taiwo og Acox þá munu þau skora. Ef við skorum hratt eins og í kvöld, 91 stig, þá eru þeir með takmarkað vopnabúr til að komast í 90 stig eins auðveldlega. Ég er samt ekki að segja að þeir geti það ekki. Við þurfum að vera duglegir að bæta við stigum og ná stoppum,“ sagði Chaz en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti