Riðulaust Ísland! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 12:31 Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Dýr Dýraheilbrigði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir landsáætlun um riðuveikilaust Ísland sem ég hef birt í samráðgátt. Markar sú mikla vinna sem hefur átt sér stað innan matvælaráðuneytisins vatnaskil í baráttunni við riðuveiki á Íslandi og bind ég miklar vonir við breytta nálgun sem boðuð er í henni. Það er mikið kappsmál fyrir okkur öll, en ekki síst fyrir innlendan landbúnað að við náum tökum á riðuveiki sem hefur um langt skeið valdið harmkvælum í búskap, bæði fyrir menn og dýr. Með þeim áformum sem kynnt eru verða stigin markviss skref í áttina að því að útrýma þessum vágesti og skapa aðstæður til að létta jafnt og þétt íþyngjandi höftum af sauðfjárbændum sem á þeim hafa hvílt í um 80 ár. Samhliða minnka fjárútlát hins opinbera vegna aðgerða, niðurskurðar á fé, greiningu riðusýna og viðhaldi varnargirðinga. Breytt nálgun, bætt heilsa og velferð dýra Til þess að útrýma riðuveiki verður megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu en slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. 86% sæðingastyrkja vegna sæðinga á vegum sauðfjársæðingastöðva á síðasta ári runnu til sæðinga með hrútum sem bera verndandi arfgerð gegn riðuveiki svo dæmi séu tekin. Afar mikilvægt er að fjármunir til verkefnisins eru tryggðir. Aðgerðir stjórnvalda gegn riðu verða áhættumiðaðar, stigvaxandi og gerir áætlunin ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi. Öllum sauðfjáreigendum verður skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við markmið landsáætlunar. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin. Samhliða almennri kröfu um ræktun verndandi arfgerða er krafa um að á riðubæjum verði eingöngu fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir. Með þessum aðgerðum má treysta heilbrigði sauðfjár en heilbrigði dýra er lykilþáttur í velferð þeirra. Við höfum af því allan hag að bæta umgengi okkar við dýrin sem við höldum til manneldis, þessi áætlun er varða á þeirri leið og mikið framfaraskref fyrir íslenskan landbúnað! Að endingu Nú er áætlunin komin í samráð. Vandað hefur verið til verka og hefur viðleitni íslenskra bænda til verkefnisins verið jákvæð. Starfshópurinn hefur unnið góða vinnu, en hana leiddi Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, ásamt þeim Trausta Hjálmarssyni, Eyþóri Einarssyni, Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur og Auði Lilji Arnþórsdóttur. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir sín störf og vona að áætlunin komist til framkvæmdar hið fyrsta. Höfundur er matvælaráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar