Dáin og deyjandi dýr en engin neyð? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 08:31 Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun