Dáin og deyjandi dýr en engin neyð? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2024 08:31 Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í gærdag sendi Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) frá sér ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð að bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Um er að ræða sauðfé í alvarlegum vanhöldum og er að hluta komið út fyrir girðingar að bænum, beit er þar lítil sem engin og girðingar ekki heldar. Féð er því margt að bera án eftirlits sem er brot á reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er ljóst að reglugerðir og lög um dýravelferð hafa verið brotin á Höfða í áraraðir. Engin breyting til batnaðar hefur orðið á aðbúnaði dýranna öll þessi ár þrátt fyrir að málið hafi ítrekað verið í ferli hjá yfirvöldum. Kind frá Höfða yfir dauðu lambi sínu. Myndin er tekin þann 2. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Steinunn Árnadóttir sem vakið hefur athygli á málinu undanfarið ár hefur tekið fjölda mynda af ástandi dýranna, bæði á útigangi að Höfða og þar sem féð gengur laust utan girðingar. Nýjustu myndir sýna m.a dáin lömb, dána á og nýlega borin lömb sem standa í keng vegna vosbúðar en mikið kalsaveður hefur verið undanfarið á Vesturlandi. Mörg dýranna eru orðin veik sem getur dregið þau til dauða. Samkvæmt fyrrgreindu er ljóst að um er að ræða dýr í sárri neyð. Í viðtali við visir.is í gær sagði forstjóri Matvælastofnunar (MAST) að málið að Höfða væri í ferli og hafnaði því að stofnunin væri ekki að sinna velferð dýranna á bænum. Málið væri ekki þess eðlis að MAST teldi það réttlæta víðtækara inngrip, þ.e. vörslusviptingu og að það væri mat MAST að dýr á bænum Höfða séu ekki beinlínis að þjást. Það er háalvarlegt að Matvælastofnun, sem fer með eftirlit með dýravelferð í landinu, meti það svo að dýr sem hafi dáið í þessum aðstæðum, eru deyjandi eða veik líði ekki þjáningar. Dýr eru skyni gæddar verur. Kind frá Höfða stendur hjá dánu lambi sínu. Myndin er tekin þann 7. maí sl. Mynd/Steinunn Árnadóttir Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár segir m.a. að nálgun stofnunarinnar sé í sumum tilfellum svo varfærnisleg að hún gangi í raun gegn markmiðum laga 55/2013 um velferð dýra. Einnig benti ríkisendurskoðun á að málsmeðferð MAST hafi tilhneigingu til að dragast um of þegar frávik eru síendurtekin eða MAST telji dýr ekki vera í neyð. Enga breytingu er að sjá í árangri MAST þegar litið er til málsins að Höfða. Dýrin eru jafnframt látin þjást á meðan málið er í ferli í stað þess að velferð þeirra sé varin af hálfu yfirvalda á meðan. Samkvæmt lögum fer MAST ein með eftirlit með dýravelferð og getur ein kært illa meðferð á dýrum til lögreglu. Að sú stofnun, sem ein sinnir því hlutverki að lögum um dýravelferð sé framfylgt, meti það svo að horuð, veik og deyjandi dýr séu ekki að þjást eða í neyð sýnir hversu alvarlegt ástandið er í málaflokki dýravelferðar. Færa þarf eftirlit með velferð dýra frá Matvælastofnun. DÍS ítrekar ákall sitt til yfirvalda að bregðast við í málinu og bjarga dýrunum að Höfða í Þverárhlíð án tafar. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48
„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. 8. maí 2024 16:07
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun