Þar sem er reykur þar er… Árni Guðmundsson skrifar 8. maí 2024 15:00 Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frístund barna Börn og uppeldi Árni Guðmundsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Félagmiðstöðvar eru merkilegar stofnanir. Menntastofnanir í allra víðtækasta skilning þess orðs. Öruggur staður þar sem ungmennin geta unnið að alskyns hugðarefnum eða bara spjallað saman. Við sem starfseminni tengjumst verðum þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá ungmenni blómstra hvert á sinn hátt og á sínum forsendum. Ungmennin eru að fóta sig í þeirri mikilvægu og vandasömu vegferð að verða fullorðinn. Sjálfsefling (e.empowerment) og virk þátttaka á lýðræðislegum forsendum (e. citizenship) eru grunnhugtök í starfseminni. Félagsmiðstöðvar hafa stóran faðm og innan þeirra er rými fyrir ungmenni til þess að gera og sinna alskonar. Tjáning, samskipti, samvinna, fræðsla og sköpun í ýmsu formi, byggt á frumkvæði eða óskum ungmennanna er gott veganesti út í lífið. En félagsmiðstöðvarnar eru ekki einungis uppeldisstofnanir, þær eru ekki síður öryggisventill. Starfsfólk félagsmiðstöðva þekkir vel umhverfi ungmenna, sér, heyrir og eða eru upplýst af ungmennunum þar um. Félagsmiðstöðvar eru því eins og „undanfarar“ í björgunarsveitum, eru fyrstar á staðinn og það sem meira er verða oft fyrst vör við yfirvofandi ógn eða vá. Því var svo sannarlega að skipta þegar að mér barst til eyrna frá starfsmanni í félagsmiðstöð að margir áfengisframleiðendur/salar væru ítrekað, með öllum tiltækum ráðum, að reyna að koma sér fyrir á samfélagsmiðlasíðum félagsmiðstöðvanna. Lægra verður ekki komst í ólöglegri markaðsetningu, þessir aðilar virða engin mörk, reyna að planta sér inn í nærumhverfi ungmenna, 13- 15 ára barna. Þetta var mér tilefni til þessa að gera stutta könnun meðal félagsmiðstöðva um ástandið almennt. Einstaklingar frá 30 félagsmiðstöðvum sendu inn svör. Þó svo að fjöldinn sé ekki mikill, þá má fastlega gera ráð fyrir því að svörin endurspegli þá umræðu sem á sér stað meðal starfsmanna í viðkomandi félagsmiðstöðvum (áætl. 150-200 manns). Þessu könnun gefur hins vegar tilefni til frekari rannsóknar á sviðinu en fyllsta ástæða er til þess að taka þær sterku vísbendingar sem hér koma fram af fyllstu alvöru. Það kemur meðal annars fram að opnunartími félagsmiðstöðva hefur víða minnkað á sama tíma og hópamyndanir í hverfum hafa aukist. Hópamyndun víða er þegar mikil mati aðspurðra. Hún hefur aukist nokkuð eða mjög mikið s.l. 6-18 mánuði, eins og fram kemur á myndunum hér að neðan. Þrátt fyrir ítarlega excel útreikninga um „sparnað“ í þjónustu félagsmiðstöðvanna þá hverfa unglingarnir ekki við það , þau fara bara annað, eins og dæmin sanna. Oft í umhverfi sem hvorki er öruggt né uppbyggilegt, eins og niðurstöður sýna. Þetta eru ekki góðar aðstæður fyrir ungmenni og á mjög sennilega einhvern þátt í aukinni áfengisdrykkju ungmenna sem vart hefur orðið við eins og nánar verður vikið að. Annar veigamikill þáttur, að mínu mati, er að þetta umhverfi, þessi skerðing, skapar enn frekari forsendur fyrir þá aðila sem sjá börn sem hluta af áfengismarkaðnum. Algjörlega eftirlitslaust umhverfi ungmenna fjarri hinum fullorðnu er kjörlendi fyrir slíka aðila og marga aðra sem við viljum ekki sjá sem hluta af tilveru barna. Nú þegar dynur af miklum þunga alskyns áfengisáróður á börnum, í raun og rafrænu umhverfi, bæði í formi beinna og óbeinna áfengisauglýsinga. Áfengisframleiðendur/salar eyða gígantískum fjárhæðum í að normalisera áfengisneyslu. Börn geta hvergi um frjálst höfuð strokið. Það kemur því ekki á óvart að áfengisneyslu barnanna (13-15 ára) hafi aukist, og aukist mjög verulega, að mati 60.9 % aðspurðra, sem eru sláandi vísbendingar um hvert við stefnum. Þegar að spurt var um hvar ungmenni nálgist áfengi þá kemur afar skýrt fram að (erlend) netsala áfengis (ólögleg smásala) er nú þegar orðin stór aðili á þessum „markaði“ og hefur auk þess einhverskonar forgjöf frá yfirvöldum, fyrirtækin eru látin algerlega óáreitt meðan að landasalarnir eru stundum gripnir? 30% barna nálgast áfengi í gegnum netsölur sem auk þess eru kolólöglegar sbr. áfengislög. Annað athyglivert er sá fjöldi 13-15 ára barna er nálgast áfengi í gegnum systkini eða ættingja. Það liggur því miður í hlutarins eðli að ungmennum í áhættuhópum fjölgi þegar að neysla eykst. Næstu tvær myndir sýna sterkar vísbendingar um að sú er raunin. Af þessu er ljóst að ástandið er ekki gott. Okkur sem samfélagi tekst ekki að búa börnum nægilega öruggt umhverfi og vernd gegn öflum sem hafa engin önnur markið en ítrustu gróðasjónarmið. Áfengisiðnaðurinn og eða áfengissalar geta því huggað sig við það að þeim er að takast það sem flest allir aðrir hafa varað við. Að stuðla að aukinni áfengisdrykkju meðal barna eins og þessar niðurstöður benda ótvírætt til. Smásala áfengis í gegnum net er orðin hluti af tilveru 13-15 ára barna. Þetta er gert í einhverskonar skjóli yfirvalda sem bregðast ekki við? Við hin, meirihlutinn, furðum okkur á algeru dugleysi yfirvalda til þess að standa vörð um augljós og lögvarin réttindi barna til þess að vera laus við gegndarlausan áróður og áreitni áfengisbransans. Þetta nánast algera fálæti yfirvalda hefur skapað aðstæður sem eru fullkomlega óboðlegar, ekki síst út frá barnaverndar – velferðar – og lýðheilsumarkmiðum. Á sama tíma og við drögum úr þjónustu við börnin, ungmennin, er ekkert aðhafst gagnvart ólöglegri markaðsvæðingu og ólöglegri sölu áfengis gagnvart þeim sama hóp. Lögreglan virðist vera í lengsta sumarfríi Íslandssögunnar hvað þessi málefni barna og ungmenna varðar. Á þessum forsendum byggjum við ekki siðað samfélag. Þar sem er reykur þar er eldur … og þegar að svo er þá þurfum við alvöru slökkvilið? Á þessum vettvangi er svo sannarlega rými til framfara. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og sérfræðingur í æskulýðsmálum.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar