Handbolti

Metamfetamín fannst í báðum sýnum markmannsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nikola Portner kvaðst saklaus, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Nikola Portner kvaðst saklaus, eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. EPA-EFE/CLEMENS BILAN

Niðurstaða úr greiningu á B-sýni úr lyfjaprófi markmannsins Nikola Portner reyndist hin sama og úr A-sýni. Snefilmagn af metamfetamíni fannst í báðum prófum. 

Portner, sem er þrítugur, hefur varið mark Magdeburg frá árinu 2022 og er liðsfélagi Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, Ómars Inga Magnússonar og Janusar Daða Smárasonar. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Sviss. 

Hann hefur verið í ótímabundnu hléi frá æfingum og keppni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í byrjun apríl. 

Þýska lyfjaeftirlitið staðfesti við fjölmiðla skömmu síðar að örvandi efnið metamfetamín hafi fundist í lyfjaprófinu. 

Portner sagðist sjálfur í áfalli yfir tíðindunum og hélt sakleysi sínu fram á samfélagsmiðlum.

Portner andmælti niðurstöðunni og fór fram á að varasýni, B-sýnið, yrði tekið til skoðunar. Niðurstaðan þar reyndist sú sama og í A-sýni. 

Engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu en Portner á líklega langt keppnisbann framundan. 


Tengdar fréttir

Metamfetamín felldi markvörðinn

Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi.

Úlfurinn gæti farið til Magdeburg

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff sem leikur með Kielce í Póllandi er orðaður við Evrópumeistara Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×