Að mæðra barn í hjarta sínu Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 2. maí 2024 08:01 Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun