Alþjóðlegi leiðsöguhundadagurinn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hundar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun