Hristir hausinn yfir „glórulausum“ og „smásálarlegum“ ummælum Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2024 10:00 Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, segir ummæli Brynjars Karls lítillækkandi fyrir hans leikmenn. Vísir/Samsett Hörður Unnsteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta, bregst illa við ummælum Brynjar Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, í kjölfar sigurs síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í umspili um sæti í efstu deild. Hann kveðst ekkert botna í orðræðu Brynjars í „drottningarviðtölum“ við hann á Vísi. „Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári. KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni,“ segir Hörður í stöðuuppfærslu á Facebook. „Við vorum minna lélegar en þær,“ sagði Brynjar Karl í viðtali sem birt var á Vísi í morgun. Þar á hann við sigur Aþenu á KR í fyrrakvöld. Þessi ummæli segir Hörður virðingarleysi við sína leikmenn. „[Þetta] segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1 deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik,“ segir Hörður en þann atvinnumannafjölda er sannarlega ekki að finna í KR-liðinu. Áður hafði Brynjar verið til viðtals hjá Vísi í vikunni þar sem því var velt upp hvort bandarískur leikmaður liðsins myndi spila oddaleikinn sem Aþena vann í vikunni, en sú hafði ekki spilað þar á undan og verið sett „í frystikistuna“. Hún er á meðal þeirra atvinnumanna sem Hörður vísar til og kom sannarlega sjóðheit úr kæliklefanum. „Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann,“ segir Hörður sem stýrir ungu KR-liði sem er að stóru leyti skipað uppöldum leikmönnum og úr stúlknaflokki. Stúlknaflokkur KR hefur gert það gott í vetur og unnið 19 af þeim 20 leikjum sem liðið hefur spilað og kveðst Hörður stoltur af því sem hans leikmenn gerðu á stóra sviðinu gegn Aþenuliðinu. „Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar.“ Fram undan hjá Aþenu er einvígi við Tindastól um það hvort liðanna leikur í Subway-deild kvenna að ári.
KR Aþena Tengdar fréttir Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19 Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Losnar stjarna Aþenu úr frystiklefa Brynjars Karls? Von er á því að íþróttahúsið í Austurbergi verði þéttsetið þegar Aþena og KR mætast í fimmta leik liðanna um sæti í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta. Óvíst er hvort Sienna Martin, lykilmaður Aþenu, verði komin úr frystiklefa þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. 22. apríl 2024 14:19
Aþena er komið í úrslitaeinvígi um sæti í Subway-deild kvenna Aþena lagði KR með tólf stiga mun í kvöld í oddaleik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu sem gefur sæti í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð, lokatölur 80-68. 22. apríl 2024 22:00