Skilur af hverju fólk hættir að horfa á leiðinlega Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 09:01 Lando Norris, Max Verstappen og Sergio Pérez á verðlaunapalli eftir kínverska kappaksturinn. getty/Peter Fox Lando Norris segist skilja ef fólk hættir að horfa á Formúlu 1 vegna yfirburða Max Verstappen. Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris. Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris.
Akstursíþróttir Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira