Handbolti

Sveinn Andri samdi við Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Andri er genginn í raðir Stjörnunnar.
Sveinn Andri er genginn í raðir Stjörnunnar. Stjarnan

Sveinn Andri Sveinsson er genginn í raðir Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Sveinn Andri lék með Selfossi á því tímabili sem klárast nú á næstu vikum. Hann gekk í raðir félagsins síðasta haust en hefur nú yfirgefið félagið eftir það að féll úr Olís-deildinni.

Sveinn Andri er 25 ára gamall leikstjórnandi sem hefur einnig spilað með Aftureldingu og ÍR hér á landi. Þá lék hann með Empor Rostock í Þýskalandi.

„Sveinn Andri er frábær leikmaður sem hefur mikla reynslu í deildinni sem og erlendis. Sveinn kemur inn með mikinn kraft og leiðtogahæfileika sem ég býst við miklu af,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um nýjasta leikmann liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×