Meiri pening, takk Gunnar Úlfarsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Gunnar Úlfarsson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ári eftir stofnun íslenska lýðveldisins ráðstöfuðu ríki og sveitarfélög einni krónu af hverri fimm í íslensku hagkerfi. Hinum fjórum krónunum varði fólk og fyrirtæki frjálsri hendi. Ef þróunin sem hefur verið í opinberum fjármálum á undanförnum áratugum heldur áfram mun hið opinbera ráðstafa öllum krónum sem varið verður í íslensku hagkerfi árið 2160. Aðhaldskrafa er ekki byggð inn í stjórnkerfið sem við búum við og þannig hafa bæði stjórnmála- og embættismenn sterka hvata til að færa út kvíarnar og sífellt stækka valdsvið sitt. Þessi auknu umsvif stofnanakerfisins og útgjöld hins opinbera verða að lokum fjármögnuð með hærri sköttum. Afleiðingin er sú staða sem við búum við í dag: Ísland er ein skattpíndasta þjóð heimsins. Í opinberri umræðu beinist gagnrýnin gjarnan að þeim sem fara með skattlagningarvaldið en hafa þarf í huga að hærri skattar eru almennt viðbragð við auknum útgjöldum en ekki orsök þeirra. Svo unnt sé að lækka opinberar álögur á fólk í samfélaginu þarf því að vera raunveruleg samstaða um að hið opinbera dragi fyrst úr útgjöldum. Fjármálaáætlun 2025 – 2029 gerir ráð fyrir að fyrsta hallalausa ár ríkissjóðs frá árinu 2018 verði árið 2028. Árið 2029 er að óbreyttu kosningaár, þar sem er freistandi að gefa í, og því talsverð hætta á að áform um hallaleysi standist ekki. Til að tryggja að útgjaldagleðin beri ráðamenn ekki ofurliði væri tilvalið að setja nú þegar útgjaldareglu, sem setti þak á vöxt útgjalda milli ára. Með því mætti sporna gegn því að þróunin á meðfylgjandi mynd verði að veruleika. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar