Handbolti

Magnaður Bjarki Már þegar Veszprém svo gott sem tryggði sér titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már átti frábæran leik í kvöld.
Bjarki Már átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson var magnaður í 13 marka sigri Veszprém á Balatonfüredi í efstu deild ungverska handboltans, lokatölur 33-20.

Hornamaðurinn Bjarki Már var markahæstur allra á vellinum með sjö mörk í leiknum. Sigurinn svo gott sem tryggir Veszprém titilinn en liðið er nú með 46 stig á toppi deildarinnar, sex stigum meira en Pick Szeged sem á leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×