„Þetta reddast!“ Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2024 12:30 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar