Er fatlað fólk í geymslunni þinni? Kjartan Þór Ingason skrifar 15. apríl 2024 12:01 Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum. Að sama skapi er sumt sem á aldrei að vera í geymslu. Flestum yrði eflaust brugðið að finna fatlaða konu í horninu milli sumardekkjanna og frystikistunnar. Fólkið í geymslunni Geymslur eiga það sameiginlegt að geyma ýmislegt sökum þess að það rúmast ekki annars staðar og eflaust margt sem átti bara að geyma í stutta stund. Í nýjasta þætti Kveiks var fjallað um að hátt í tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar eru geymdir á hjúkrunarheimilum hér á landi, sökum þess að engin önnur úrræði eru til staðar. Oft höfðu einstaklingar lítið eða ekkert um þá ákvörðun að segja, líkt og kom fram í frásögn Margrétar Sigríðar þar sem hún fékk ekki fregnir af flutningunum fyrr en eftir að ákvörðunin var tekin. Hjúkrunarheimili gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við aldrað fólk sem getur ekki búið heima hjá sér þrátt fyrir að fá þjónustu heim. Starfsemin byggir á lögum um málefni aldraðra en í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að hjúkrunarheimili eru ætluð öldruðum einstaklingum sem eru of lasburða til að dveljast á dvalarheimilum, sambýlum eða í sérhönnuðum íbúðum. Þjónustuþarfir fatlaðs fólks og aldraðra einstaklinga eru um margt ólíkar og ótækt er að ætlast til þess að sama umgjörð og umhverfi passi báðum hópum. Þannig getur notalegt heimilislíf hjá einum íbúa verið sem kyrrstaða í lokaðri geymslu fyrir aðra. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld hafa fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (hér eftir SRFF). Fyrr í vetur samþykkti Alþingi þingsályktun um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks en hún er liður í innleiðingu og lögfestingu samningsins sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í 19. gr. samningsins segir: „Aðildarríki samnings þessa viðurkenna jafnan rétt alls fatlaðs fólks til að lifa í samfélaginu og eiga valkosti til jafns við aðra og skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlað fólk megi að fullu njóta þessa réttar og fullrar aðildar og þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar, meðal annars með því að tryggja að fatlað fólk hafi tækifæri til þess að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra, og að því sé ekki gert að eiga heima í tilteknu búsetuformi.“ Við getum gert betur og eigum að gera betur Mörgum áhorfendum Kveiks var eflaust brugðið og fáir sem gætu hugsað sér að vera í sömu stöðu og tæplega tvö hundruð ungir fatlaðir einstaklingar á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið, sum hver langt frá ættingjum og vinum. Núverandi ástand fer þvert gegn ákvæðum og hugmyndafræði SRFF um sjálfstætt líf og mannlega reisn og stjórnvöld verða að beita sér ákveðið með markvissum aðgerðum fyrir því að snúa stöðunni við. Sum ykkar kannast eflaust við að sjá rykfallna æfingabúnaðinn í geymslunni og lofa sjálfum ykkur því að dusta rykið og byrja að æfa í næstu viku þegar allt verður rólegra. Oft gleymast þessi fyrirheit með þeim afleiðingum að búnaðurinn situr áfram afskiptalaus á sínum stað í hillunni. Sú staða er kannski saklaus þegar um er að ræða dauða hluti en mannréttindi fatlaðs fólks þola ekki bið og mega ekki gleymast í amstri dagsins. Því þurfum við sem samfélag að halda umræðunni lifandi, ýta á eftir breytingum og tryggja að réttindi fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og val um búsetuform til jafns við ófatlað fólk verði að veruleika, en ekki einungis falleg orð á blaði. Höfundur er verkefnastjóri húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun