Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar