Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun