Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. apríl 2024 07:30 Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Börn og uppeldi Málefni trans fólks Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). Cass-skýrslan Hilary Cass er fyrrverandi forseti félags barnalækna á Bretlandi og árið 2020 fengu ensk heilbrigðisyfirvöld hana til að leiða hóp sérfræðinga til að endurskoða hvernig enska heilbrigðisþjónustan meðhöndlar börn og ungmenni með kynama. Hinn 10. apríl síðastliðinn kom út lokaskýrsla þessarar umfangsmiklu rannsóknar (e. The Cass Review: Independent review of gender identity service for children and young people). Í skýrslunni er meðal annars farið ítarlega yfir vísindalegan grundvöll kynhormónabælandi lyfjameðferða og komist er að þeirri niðurstöðu að sá grunnur sé veikur. Með hliðsjón af tilmælum sem fram koma í Cass-skýrslunni hafa ensk heilbrigðisyfirvöld tilkynnt að lyfjameðferðir, sem bæla kynþroska barna og ungmenna, verði framvegis verulega takmarkaðar. Til svipaðra ráðstafana hefur verið gripið í ýmsum öðrum ríkjum, meðal annars í Noregi og Svíþjóð. Þessi nýlega þróun bendir til þess að það sé mat æ fleiri erlendra sérfræðinga að kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, sé ekki afturkræf. Tjáningarfrelsið og fagleg blaðamennska Í nýlegu kynningarátaki Blaðamannafélags Íslands var meðal annars sagt að blaðamennska hafi „aldrei verið mikilvægari“. Hins vegar, við hraða yfirferð á mest lesnu fjölmiðlum landsins, hafa fáir þeirra birt frétt um efni Cass-skýrslunnar. Á sama tíma hafa mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar fengið mikið pláss í helstu fjölmiðlum heims. Þá komum við að tjáningarfrelsinu en bæði hér á landi og víðar um hinn vestræna heim, hefur verið tilhneiging í þá veru að skapa „eitraða umræðumenningu“ um þennan málaflokk. Slíkt er til þess fallið að hræða hæft fólk frá því að tjá sig um einstaka þætti málefnisins en í áðurnefndri Cass-skýrslu kom fram að skautunin í þarlendri samfélagsumræðu hafi gert vinnu við gerð skýrslunnar erfiðari. Um mikilvægi málefnisins Óumdeilt er að umgjörð um málefni þeirra sem eiga við kynama að stríða eigi að vera eins fagleg og kostur er. Það er hins vegar þörf á að hér fari fram opinber umræða með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Úr fjarlægð virðist málefnið það eldfimt að fagfólk á sviði læknisfræðinnar veigrar sér frá því að fjalla um það á opinberum vettvangi. Það sama virðist eiga við um suma fjölmiðla. Óttinn við brennimerkingu virðist enn hafa of mikil áhrif. Þetta er skrýtið ástand í vestrænu lýðræðisríki. Eftir allt saman varðar þetta mikilvæga hagsmuni barna og ungmenna. Höfundur er lögfræðingur.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun