Golf

Tiger Woods spilar sam­hliða á­huga­manni eftir erfiðan gær­dag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tiger Woods átti erfitt uppdráttar í gær eftir að hann spilaði 23 holur á föstudaginn.
Tiger Woods átti erfitt uppdráttar í gær eftir að hann spilaði 23 holur á föstudaginn. Vísir/Getty

Tiger Woods lenti í miklum erfiðleikum á þriðja degi Masters. Hann fór hringinn á 82 höggum, hans versti árangur frá upphafi, og situr nú í 52. sæti. Í dag leikur hann samhliða áhugamanninum Neal Shipley. 

Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. 

„Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. 

Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. 

Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. 

„Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn.

Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×