Golf

Schef­fler efstur á meðan Woods fellur neðar og neðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gleðin er við völd.
Gleðin er við völd. EPA-EFE/JOHN G MABANGLO

Scottie Scheffler situr sem stendur efstur á Mastersmótinu í golfi. Mun hann klæðast græna jakkanum á morgun? Það er stóra spurningin. Goðsögnin Tiger Woods hefur ekki náð að halda dampi.

Scheffler er sem stendur með eins höggs forystu á þriðja hring mótsins. Hinn 27 ára gamli Scheffler er sem stendur á sjö höggum undir pari. Max Homa og Collin Morikawa anda ofan í hálsmálið á honum. Þeir eru báðir á sex höggum undir pari.

Tiger Woods komst í gegnum niðurskurðinn á mótinu, og setti þar með met, en hann hefur ekki náð að halda dampi. Sem stendur er Woods jafn í 47. sæti á sjö höggum yfir pari.

Hann sýndi þá að lengi lifir í gömlum glæðum á síðustu holu þar sem hann var hársbreidd frá því að ná fugli en sætti sig við par.

Þriðji dagur Masters ver í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×