Raforkuöryggi til framtíðar Hafsteinn Gunnarsson skrifar 13. apríl 2024 08:01 Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun