Höfum við efni á Hjartagosum? Sigþrúður Ármann skrifar 11. apríl 2024 11:24 Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sigþrúður Ármann Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar