Leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík Eva Sóley Guðbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2024 08:30 Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun