Leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík Eva Sóley Guðbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2024 08:30 Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku koma saman í Reykjavík margir helstu leiðtogar og sérfræðingar á sviði gagnaversiðnaðar alls staðar að úr heiminum til að ræða leiðir til sjálfbærrar uppbyggingar innviða í þessum geira. Þetta fólk hittist á ráðstefnunni Datacloud ESG Summit 2024 í Hörpu dagana 17. og 18. apríl og er hún líklega stærsti viðburður innan þessa geira sem haldinn hefur verið á Íslandi. Þessi leiðtogafundur gagnaversiðnaðarins í Reykjavík er nú haldin í annað sinn, en fyrsti fundurinn fór fram í Ósló á síðasta ári, þar sem saman komu 350 þátttakendur frá yfir 100 fyrirtækjum. Fyrir Ísland er heiður að verða fyrir valinu fyrir þessa ráðstefnu og endurspeglar um leið árangur við uppbyggingu tækniinnviða hér og það mikilvæga hlutverk sem norðurslóðir leika við rekstur gagnavera. Hér á Íslandi og víðar á norðurslóðum eru aðstæður þannig að þær leggjast sérstaklega á árar með umhverfinu við rekstur gagnavera, bæði vegna svalara loftslags og aðgangs að endurnýjanlegri orku. Þetta eru hlutir sem skipta máli á heimsvísu vegna möguleika fyrirtækja til að draga úr orkunotkun og útblæstri með því að vista gögn og beina útreikningum í gagnaver sem sjálf eru rekin á sjálfbæran máta. Hér heima skapar starfsemin svo störf og til verður verðmæt þekking í umhverfi sem stöðugt reiðir sig meira á fjarvistun gagna og útreikninga sem útheimta ofurtölvureiknigetu, svo sem vegna gervigreindar og þróunar henni tengdri. Þá aflar þessi starfsemi þjóðarbúinu líka tekna með beinum hætti með kaupum á raforku sem til verður hér innanlands. Fyrir tilstilli innviðauppbyggingar hér á landi og aðgangs að endurnýjanlegri orku geta fyrirtæki um allan heim unnið umhverfinu gagn og tekið skref til að uppfylla ákvæði um sjálfbærni í rekstri með vistun gagna hér. Þetta er meðal þess sem til umræðu verður á ráðstefnunni og þar verða líka kynnt gögn sem tæknifyrirtækið Crusoe Energy hefur tekið saman í samstarfi við gagnaversiðnaðinn og sýna fram á þann umhverfisávinning sem hafa má með rekstri gagnavera á norðurslóðum. Þó að umhverfisávinningurinn blasi við, þá þarf líka að vera hægt að sýna fram á hann og sanna. Aðstandendur ráðstefnunnar eru meðvitaðir um sérstöðu Íslands og benda á að þó að ekki sé hægt að byggja öll gagnaver í svölu loftslagi þá sé hér á landi að finna forskrift af margs konar leiðum sem séu til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki í þessum geira. Hér á landi sé umhverfisvitund almenn og áhersla á sjálfbærni slík að hún geti verið öðrum innblástur við uppbyggingu stafrænna innviða og gagnavera um heim allan. Með því að halda ráðstefnuna hér, þar sem leiðir eru greiðar til allra helstu stórborga beggja vegna Atlantsála, má ætla að þátttaka verði góð og efla megi samstöðu í þessum geira um mikilvægi sjálfbærni í rekstri gagnavera og við uppbyggingu innviða þeim tengdum. Við hlökkum til að leggja okkar lóð á þá vogarskál. Höfundur er fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri atNorth.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar