Mannréttindadómstóllinn úrskurðar aðgerðaleysi í loftlagsmálum mannréttindabrot Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2024 22:07 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Mannréttindadómstóll Evrópu Loftslagsmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mannréttindi hafi verið brotin með aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Dæmdi dómstóllinn þar í vil 2400 eldri konum sem sameinuðust um að kæra Svissnesk stjórnvöld fyrir að stofna lífi eldri kvenna og annarra í viðkvæmri stöðu heilsufarslega í hættu, með því að hafa brugðist því hlutverki að grípa til brýnna aðgerða vegna loftlagsvandans. Konurnar, flestar á sjötugsaldri, sögðu að aldur þeirra og kyn gerðu þær sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum hitabylgja sem tengjast loftslagsbreytingum og á það féllst dómstóllinn. Úrskurðurinn er bindandi og er líklegur til að hafa mikil áhrif á löggjöf í þeim 46 löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu, þar með talið Íslandi. Sá tímamótasigur sem þessar eldri konur sóttu og fordæmisgefandi dómur Mannréttindadómstólsins munu kalla á sterkari umhverfislöggjöf og umhverfisrétt í Evrópu og um heim allan. Réttur til heilnæms umhverfis verður festur enn frekar í sessi sem grundavallarmannréttindi með lagalega bindandi hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn virti dómstóll kveður upp úrskurð varðandi hamfarahlýnun og afleiðingar fyrir heilsu fólks. Dómstóllinn úrskurðaði hér að viðleitni Sviss til að ná markmiðum sínum um að draga úr losun hefði verið mjög ófullnægjandi. https://www.echr.coe.int/w/grand-chamber-rulings-in-the-climate-change-cases Ljóst er að það sama á við um mörg önnur ríki. Í janúar sl. mælti ég einmitt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum á lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttinum til heilnæms umhverfis. Frumvarpinu er ætlað að rýmka aðgang umhverfisverndarsamtaka, útivistarsamtaka og annarra hagsmunasamtaka að dómstólum þannig að samræmist betur skuldbindingum Íslands samkvæmt Árósasamningnum. Því er ætlað að tryggja einstaklingum og lögaðilum aðgang að endurskoðunarleiðum fyrir yfirvöldum og dómstólum vegna ákvarðana sem varða umhverfið https://www.althingi.is/altext/pdf/154/s/0034.pdf Rétturinn til heilnæms umhverfis hefur verið viðurkenndur sem sjálfstæð mannréttindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í ályktunum allsherjarþingsins og mannréttindaráðsins. Hann tengist þýðingarmiklum réttindum einstaklinga sem njóta m.a. verndar 2. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Til ályktana Sameinuðu þjóðanna hefur verið vísað í vinnu Evrópuráðsins og ályktunum Evrópuráðsþingsins, nú síðast í yfirlýsingu leiðtogafundarins í Reykjavík í maí 2023. Í íslenskri stjórnskipan er rétturinn til heilnæms umhverfis ekki viðurkenndur sérstaklega en nýtur öðrum þræði verndar að íslenskum rétti fyrir tilstilli mannréttindasáttmála Evrópu. Með innleiðingu Árósasamningsins hefur Ísland skuldbundið sig til þess að virða markmið samningsins um að stuðla að vernd réttar einstaklinga og framtíðarkynslóða til að lifa í umhverfi sem stuðlar að heilsu og velferð þeirra. Nái frumvarp þetta fram að ganga eykst svigrúm einstaklinga í erfiðri sönnunarstöðu til þess að fá úr réttarstöðu sinni skorið og jafnframt verður aðgengi þeirra að réttarúrræðum í umhverfis- og auðlindamálum betur tryggt. Tímamóta úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu í dag markar mikilvæg vatnaskil í náttúruvernd og réttindum fólks til heilnæms umhverfis. Ísland er eitt þeirra ríkja sem ekki geta skorast undan því að ráðast í mikilvægrar lagabætur til að styrkja umhverfisrétt og réttinn til heilnæms umhverfis sem grundvallar mannréttindi í íslenskri löggjöf og stjórnarskrá. Höfundur er fiski,- og þróunarvistfræðingur, þingmaður NV kjördæmis og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar