Guðrún - Okkar biskup Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sr. Sigurður Grétar Helgason og Kristín Kristjánsdóttir skrifa 8. apríl 2024 08:31 Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í komandi biskupskjöri er miklvægt að til embættisins veljist manneskja sem er góður leiðtogi, hefur mikla yfirsýn yfir málefni kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar, og hafi hæfileika til að miðla erindi kirkjunnar út í samfélagið á jákvæðan og framsækinn hátt. Við þrjú erum samstarfsfólk sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Grafarvogssöfnuði og treystum engum betur til þessa starfa heldur en henni. Við höfum starfað með henni um árabil og sjáum í henni öflugan leiðtoga. Hún heldur vel utan um starfsfólk kirkjunnar, hefur lag á að láta öllum í kringum sig líða vel, lyftir upp hæfileikum fólks og hjálpar því að blómstra og tekur á vandamálum sem upp koma af mildi en festu. Hún hefur einnig notið mikils trausts guðfræðinema sem sækjast eftir því að komast til hennar í starfsþjálfun og hún hefur verið vígsluvottur fjölda nývígðra presta. Hún er vís og ráðagóð, vinsæll sálgætir og kollegar leita mikið til hennar með stuðning og ráðgjöf þegar eitthvað bjátar á. Sr. Guðrún hefur setið á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil, átt sæti í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra um árabil, setið í stjórn Prestafélags Íslands og sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Þannig hefur hún yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi og innviðum kirkjunnar og hefur átt farsælt samstarf við það fólk sem þar hefur starfað með henni, hún nýtur trausts og virðingar þeirra sem þar koma að málum. Sr. Guðrún hefur einstakt lag á að koma erindi kirkjunnar á framfæri á nýstárlegan og framsækinn hátt. Hún nýtir samfélagsmiðla og hefur verið með heimasíðuna gudrunkarlshelgudottir.is í mörg ár. Hún hefur lengi prédikað blaðlaust og birt upptökur af prédikunum á heimasíðunni sinni, auk þess sem hún hefur skrifað bókina ,,Í augnhæð" og fjölda pistla. Hún hefur beitt sér á öflugan hátt í málefnum jaðarsamfélaga eins og LBGTQ samfélagsins og staðið með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Kirkjan þarf biskup sem er framsækinn og fær um að birta bjarta og jákvæða ásýnd kirkjunnar úti í samfélaginu. Biskup sem hlúir að öllu starfsfólki hennar, bæði launuðu og ólaunuðu, biskup sem hefur hæfileika á að ávarpa fólk á mannamáli á stórum stundum lífsins, bæði í gleði og sorg og taka þátt í tilvistarglímu samfélags sem er í stöðugum hröðum breytingum. Þetta allt getur sr. Guðrún Karls Helgudóttir betur en nokkur annar vígður þjónn sem við þekkjum innan kirkjunnar. Við styðjum hana því eindregið til þess að gegna embætti biskups Íslands og hvetjum öll sem kosningarétt hafa til að gefa henni atkvæði sitt. Höfundar eru vígðir þjónar í Grafarvogssöfnuði.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun