Handbolti

Haukur öflugur og Ki­elce flaug á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Þrastarson átti góðan leik í kvöld.
Haukur Þrastarson átti góðan leik í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Haukar Þrastarson og félagar í pólska handknattleiksliðinu Kielce eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir flottan sigur á GOG frá Danmörku í dag.

Kielce var í góðum málum eftir öruggan sigur í Danmörku í fyrri leik liðanna en það var þó ekkert vanmat í leik kvöldsins. Kielce var fjórum mörkum yfir í hálfleik og endaði á að vinna fimm marka sigur, lokatölur 33-28. Vann Kielce einvígið með 13 marka mun, 66-53.

Mörk heimaliðsins dreifðust jafnt yfir leikmannahópinn og skoraði Haukur fjögur þeirra að þessu sinni.

Andstæðingurinn í 8-liða úrslitum getur ekki orðið mikið erfiðari en ríkjandi Evrópumeistarar og Íslendingalið Magdeburgar bíða þar.

Noregur

Í norsku úrvalsdeild karla vann Arendal fimm marka sigur á Haslum, 37-32. Dagur Gautason skoraði 9 mörk í liði Arendal í leiknum. Með sigrinum tryggði liðið sér 3. sæti og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni um norska meistaratitilinn.

Topplið Kolstad vann öruggan átta marka sigur á Nærbo, 36-28. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með Kolstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×