„Það er bara veisla framundan“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 20:33 Óskar Bjarni var sáttur með sex marka sigur en vill sjá betri frammistöðu frá sínum mönnum. vísir / pawel Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Með sigrinum komust Valsmenn í undanúrslit Evrópubikarsins í handbolta og var Óskar Bjarni, þjálfari Vals, að vonum sáttur með úrslitin og farseðilinn í undanúrslit. „Leikurinn spilaðist að mörgu leyti svipað og fyrri leikur liðanna. Það var 14-6 þá, minnir mig, og við vorum 15-7 yfir í kvöld en við kláruðum fyrri hálfleikinn betur í þessum leik. Við vorum með mikla forystu í seinni hálfleik í kvöld en svo gerum við nokkra tæknifeila og þeir ná að skora úr hraðaupphlaupum. Leikurinn var nánast búinn í hálfleik, þannig séð.“ Valur sigraði fyrri leik liðanna út í Rúmeníu með einu marki eftir að komið sér í nokkurra marka forystu í leiknum. Óskar Bjarni hafði þó ekki miklar áhyggjur að sagan væri að endurtaka sig í þessum leik. Engar áhyggjur en aðeins pirraður í seinni „Ég hafði ekki áhyggjur af leiknum en kannski aðeins pirraður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Þetta er bara eins og bikarleikur, þú þarft bara að klára þetta og við gerðum það. Þetta var náttúrulega stórkostlegur fyrri hálfleikur, Björgvin Páll frábær og Alexander [Petersson] sömuleiðis. Það var erfitt að eiga við línumennina frá þeim, þeir voru aðeins að skapa vesen fyrir okkur. Við skutum í báðum í leikjunum vel á markmanninn, hann var ekki að verja mikið frá okkur. Þannig ég er mjög ánægður með marga hluti í dag.“ Reynsluboltinn Alexander Petersson var markahæstur á vellinum í dag með átta mörk úr átta tilraunum. Hann fékk að spreyta sig talsvert meira í sóknarleik liðsins en hann er vanur. „Alexander er orðinn 43 ára og er að skora fyrir utan, hann er oft hvíldur og spilar bara vörn en hann kann þetta alveg enn. Þegar hann vill þá er hann góður í sókninni,“ sagði Óskar Bjarni. Kunnuglegar slóðir og bara veisla framundan Valsmenn fara á kunnuglegar slóðir en þeir mæta öðru rúmensku liði í undanúrslitum. Í þetta sinn er það Minaur Baia Mare en liðið vann Bregenz frá Austurríki í 8-liða úrslitum. „Við skoðuðum ansi marga leiki með Steaua en ég vildi ég ekki pæla of mikið í framhaldinu. Miðað við deildina og úrslit í Evrópu eru Baia Mare sterkari, þeir eru í ofar í deildinni. Þetta eru undanúrslit og auðvitað eru allir andstæðingar erfiðir. Erfiðara ferðalag held ég en þetta er bara skemmtilegt, við vorum 2017 í undanúrslitum og þá var það líka rúmenskt lið, Turda, en nú er það bara áfram gakk og halda öllum heilum. Það er bara veisla framundan.“ Undanúrslitaleikirnir tveir verða leiknir í seinni hluta apríl og er Óskar Bjarni brattur fyrir komandi vikum þrátt fyrir leikjaálag. „Að sjálfsögðu þarf að passa upp á álagið en þetta er það skemmtilegast í þessu, það er að spila. Árangri fylgir alltaf mikið álag og við erum með breiðan og góðan hóp. Við þurfum stundum að hvíla, við gerðum það á móti Haukum og Gróttu. Við viljum vinna alla leiki en stundum þurfum við að hvíla tvo eða þrjá leikmenn. Þegar allir eru ferskir og í góðu standi þá erum við ansi öflugir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira