„Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2024 21:40 Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi 21-26. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan leikinn en HK sigldi fram úr undir lokin. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar ánægður með varnarleik liðsins. „Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
„Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira