Furðulegar verðlækkanir á mörkuðum Baldur Thorlacius skrifar 26. mars 2024 10:00 Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum verða fjárfestar oft varir við furðulegar verðlækkanir við opnun hlutabréfamarkaða, sem tengjast ekki viðbrögðum við neikvæðum fréttum eða hefðbundnum sveiflum á markaði. Hlutabréfaverð Sjóvá-almennra trygginga lækkaði t.d. um rúm 4% í fyrstu viðskiptum dagsins þann 8. mars, Arion banka um 6% þann 14. mars og Íslandsbanka um 6% þann 22. mars. Hvað gæti mögulega skýrt slíkar lækkanir, ef ekki neikvæðni á markaði? Svarið liggur í fyrirbæri sem getur valdið lækkun hlutabréfaverðs en engu að síður glatt fjárfesta: Arðgreiðslur. Almenningshlutafélög sem eru með hefðbundið reikningsár (janúar – desember) halda yfirleitt svokallaðan aðalfund í mars eða apríl, þar sem hluthafar koma saman og kjósa um ýmis málefni. Þar á meðal kjósa þeir um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu, þ.e. hvort greiða eigi út arð eða ekki. Arðgreiðslur eru ein leið fyrir hlutafélög til að skila hagnaði, eða hluta hans, til eigenda sinna. En hluthafahópur félaga á markaði getur tekið örum breytingum, einhverjir selja og aðrir kaupa, og því þurfa félögin að ákveða fastan tímapunkt sem þau miða við í hluthafaskránni, við greiðslu arðs. Þessi tímapunktur hefur verið kallaður arðréttindadagur. Það verða því eðlilega alltaf einhver skil, aðili sem kaupir hlutabréf á tilteknum degi á rétt á arðgreiðslu en aðili sem kaupir degi síðar á það ekki. Þessi seinni dagur er kallaður arðleysisdagur. Arðleysisdagur Sjóvá-almennra trygginga var einmitt þann 8. mars, Arion banka 14. mars og Íslandsbanka 22. mars og hlutabréfaverð félaganna lækkaði því sem næst um sömu fjárhæð og arðgreiðslurnar hljóðuðu upp á. Allt eftir bókinni. Skráð félög birta tilkynningar um aðalfundi sem eru aðgengilegar víða (t.d. á vefsíðu félaganna, vefsíðu Nasdaq og hjá upplýsingaveitum eins og Keldunni), þar sem þau tilgreina þessa daga. Það er því gott fyrir fjárfesta að fylgjast vel með arðleysisdögum, ef þeir ætla að kaupa eða selja hlutabréf – sérstaklega á vormánuðum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun