Verstappen óvænt úr leik eftir örfáar mínútur og Ferrari fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 09:31 Kampavínið flæddi hjá Ferrari-mönnum eftir kappaksturinn í Ástralíu. Getty/Kym Illman Hlé varð á einokun heimsmeistarans Max Verstappen í Formúlu 1 kappakstrinum í nótt því hann varð að hætta keppni snemma í Ástralíkukappakstrinum. Carlos Sainz vann keppnina. Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl. Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl.
Akstursíþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira