Nýir vinnuveitendur Donna stoltir: „Sýnir hve langt félagið hefur náð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2024 14:31 Kristján Örn Kristjánsson var með íslenska landsliðinu á EM í janúar en hefur síðan verið frá keppni vegna meiðsla. Getty/Marco Steinbrenner Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, flytur frá Frakklandi til Árósa í sumar því hann hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið SAH. Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Í tilkynningu danska félagsins segir að nýr fjárfestahópur hafi komið inn í félagið og tryggt því aukið fjármagn, sem geri því nú kleift að fá leikmenn úr fremstu röð. Þess vegna hafi tekist að fá hinn 26 ára gamla Donna, sem kemur í sumar frá franska félaginu PAUC og skrifaði undir samning sem gildir til tveggja ára. SAH, eða Skanderborg Aarhus Händbold, er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og missir af átta liða úrslitakeppninni sem fer að hefjast. Með Donna í broddi fylkingar stefnir félagið mun hærra á næstu leiktíð. „Miklir hæfileikar Kristjáns og staða hans í íslenska landsiðinu hafa gert hann eftirsóttan af toppfélögum í Danmörku og fleiri löndum. Það að við höfum náð samningi við svona stórt nafn sýnir hve langt félagið hefur náð,“ segir Mads Lind, stjórnandi hjá SAH. Spenntur fyrir Árósum „Kristján hefur mikla hæfileika fram á við og getur skotið af 11-12 metrum en er um leið með mjög gott auga fyrir spili. Hann skilar líka sínu á báðum endum vallarins og er öflugur í vörn. Hann eflir hægri skyttustöðuna hjá okkur og þeir Jonatan Mollerup gera hægri vænginn einn þann besta í deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Lind og bætti við að Kristján nálgaðist sín bestu ár í handboltanum. Á heimasíðu SAH segir Kristján, sem glímt hefur við meiðsli síðustu mánuði, að hann sé spenntur fyrir vistaskiptunum. „Ég hlakka til að upplifa dönsku handboltamenninguna og verða hluti af spennandi verkefni hjá SAH næstu árin. Það verður líka mjög spennandi að flytja til Árósa og kynnast bænum,“ segir Kristján. „Varðandi íþróttahlutann þá vil ég gjarnan taka mikla ábyrgð, svo vonandi get ég verið öflugur leiðtogi og fyrirmynd fyrir liðsfélagana. Svo vil ég auðvitað ná jákvæðum úrslitum úti á velli með hinum í liðinu,“ segir Kristján.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira