Sjónvarpið í svarthvítu og forsætisráðherra ekki fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2024 14:00 Þórskonur fagna hér sigrinum í gær og sæti í bikaúrslitaleiknum. Vísir/Diego Þór Akureyri tryggði sér í gær sæti í sínum fyrsta bikarúrslitaleik í 49 ár þegar liðið vann Grindavík í undaúrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Þórskonur höfðu ekki verið í efstu deild í 45 ár þegar þær komust upp í fyrra en þær stimpluðu sig frábærlega inn í Subway deild kvenna í vetur. Litlu munaði að liðið kæmist í efri hlutann og þær eru annað tveggja liða sem hefur náð að vinna deildarmeistara Keflavíkur í deildinni. Í bikarnum hafa Þórstelpurnar líka staðið sig frábærlega en þær hafa slegið úrvalsdeildarliðin Stjörnuna og Grindavík úr keppni á leið sinni í bikúrslitaleikinn auk þess að vinna 1. deildarlið Aþenu. Það fylgir líka sögunni að Þórsliðið er að langmestu leiti skipað uppöldum Þórsstelpum, ungum og aðeins eldri, sem hafa sameinast í að hjálpa sínu félagi upp í deild þeirra bestu. Í undanúrslitaleiknum sló hin fimmtán ára gamla Emma Karólína Snæbjarnardóttir í gegn með því að skora átta af tólf stigum sínum á úrslitastund í lokaleikhlutanum. Allt þetta skilaði því að Þórskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn frá því í apríl 1975. Það hefur margt breyst á Íslandi og út í hinum stóra heimi síðan þetta vor fyrir næstum því hálfri öld síðan. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar staðreyndir um hvernig Íslands var þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í körfubolta. Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Svona var Ísland og heimurinn þegar Þórskonur voru síðast í bikarúrslitum í apríl 1975: O Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ekki fædd (1976) O Kristján Eldjárn var forseti Íslands. O Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var ekki orðinn sjö ára og nýbyrjaður í grunnskóla. O Ríkissjónvarpið var sent út í svarthvítu. O Keflavík hafði aldrei átt lið í efstu deild í körfubolta, hvorki karla né kvenna. O ÍR varð Íslandsmeistari í körfubolta karla í sjötta sinn á sjö árum. O Pétur Karl Guðmundsson var enn að spila með yngri flokkum Vals. O Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri og fyrrum formaður Körfuknattleikssambands Íslands, fæddist tveimur vikum síðar. O Þúsundir íslenskra kvenna höfðu ekki lagt niður vinnu til að halda upp á Kvennafrídaginn í fyrsta sinn (Október 1975) O Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var ekki fædd (Maí 1975) O Það bjuggu bara 218 þúsund manns á Íslandi. O Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós, var ekki fæddur (23. apríl 1975) O Kröflueldar höfðu ekki hafist (Desember 1975) O Enginn fjölbrautaskóli starfaði á Íslandi (FB, október 1975) O The Godfather II fékk skömmu áður Óskarverðlaunin sem besta mynd ársins. O Gerald Ford var forseti Bandaríkjanna. O Queen hafði ekki tekið upp Bohemian Rhapsody (Ágúst-September 1975) O ABBA hafði unnið Eurovison einu ári áður. O Larry Bird og Magic Johnson höfðu hvorugur spilað í bandaríska háskólakörfuboltanum hvað þá í NBA. O Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft nokkrum dögum fyrr. O David Beckham var ekki kominn í heiminn (2. maí 1975) ekki frekar en Allen Iverson (júní 1975) og Tiger Woods (Desember 1975)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira